Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2016 12:30 „Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
„Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00