Enski boltinn

Eggert klúðraði vítaspyrnu og Fleetwood úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eggert Gunnþór í leik með Fleetwood.
Eggert Gunnþór í leik með Fleetwood. vísir/getty
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Fleetwood Town eru úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Leeds.

Leeds leikur í B-deildinni, en Fleetwood í þeirri C. Staðan var 1-1 þegar venjulegur leiktími var flautaður af, en Leeds jafnaði í uppbótartíma.

Þeir komust svo yfir í upphafi framlengarinnar, en C-deildarliðið var ekki af baki dottið og jafnaði á 111. mínútu, en Eggert lagði upp það mark fyrir Ash Hunter og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.

Þar varð Eggert Gunnþór fyrir því óláni að klúðra sinni spyrnu sem var sú síðasta fyrir Fleetwood eftir að allir hefðu skorað. Leeds fer því áfram í næstu umferð.

QPR vann Swindon í vítaspyrnukeppni, Luton skellti Aston Villa 3-1 og Burton vann Bury 3-2 eftir framlengdan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×