Flýta flugi til að forðast Keflavík Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þar er bara einn á vakt eftir að dagvinnu lýkur og þá má ekkert út af bregða í yfirvinnubanni. Fréttablaðið/ERNIR Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira