Flýta flugi til að forðast Keflavík Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þar er bara einn á vakt eftir að dagvinnu lýkur og þá má ekkert út af bregða í yfirvinnubanni. Fréttablaðið/ERNIR Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira