Forsætisráðherra segir erfitt fyrir eignafólk að vera umtalað í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 16:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í forsætisráðuneytinu þegar sá síðarnefndi tók við lyklavöldunum þar í liðinni viku. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29