Forsætisráðherra segir erfitt fyrir eignafólk að vera umtalað í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 16:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í forsætisráðuneytinu þegar sá síðarnefndi tók við lyklavöldunum þar í liðinni viku. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29