Innlent

Íslenskt skip stöðvað af rússnesku herskipi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þerney í slipp.
Þerney í slipp. Vísir/Pjetur
Frystitogarinn Þerney RE-1 var í kvöld stöðvaður af rússnesku herskipi norður af Kirkenes í Noregi. Skipstjóri Þerneyjar var færður yfir í rússneska skipið til yfirheyrslu. Togaranum hafði skömmu áður verið siglt inn í lögsögu Rússlands.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Í samtali við Vísi segir stýrimaður Þerneyjar að skipstjóri Þerneyjar sé enn um borð í rússneska skipinu þegar þetta er skrifað. (23:08)

Rússneskur veiðieftirlitsmaður átti að koma um borð í Þerney áður en siglt var inn í lögsöguna en togaranum var siglt þar inn fyrir of snemma. Hægt er að sjá staðsetningu Þerneyjar á korti hér.

Umfangsmikili flotaæfing stendur nú yfir á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×