Til skoðunar að setja upp stormskýli víða um heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2016 14:15 Nýlega er búið að setja fyrsta stormskýlið upp. Til skoðunar er að setja upp svokölluð stormskýli víða um heim. Fyrsta skýlið sinnar tegundar var tekið í gagnið í síðasta mánuði og eru erlend fyrirtæki áhugasöm um að kynna sér kosti þess. Stormskýlið er í raun háþróað strætóskýli knúið vindtúrbínum sem framleiða rafmagn og sjá skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá.Sjá einnig: Stormskýlið tekið í notkunStormskýlið er þróað og hannað af Icewind, íslensku sprotafyrirtæki, sem sérhæfir sig í gerð vindtúrbína. Stormskýlið var sett upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og AFA JCDecaux sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í borgargögnum og rekstri þeirra, þar með talið strætóskýlum.Sest niður í september Í samtali við Vísi segir Þór Bachmann, einn af stofnendum Icewind, að til skoðunar sé að setja upp slík skýli víða um heim. „Þetta verkefni er tilraunaverkefni í sex mánuði og er í raun frumgerð fyrir borgarlausnir sem nýta græna orku,“ segir Þór. „Í september munum við setjast niður með AFA JCDecaux sem er að fylgjast með þessu að utan. Þeir sem stjórna Skandinavíu fyrir AFA komu hingað til lands og skoðuðu þetta.“Sjá einnig: Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtækiÞór segir að fyrirtækið sé áhugasamt um að færa sig í auknum mæli yfir í grænar lausnir og að stormskýlið sé möguleg lausn fyrir strætóskýli. „Þeir eru með skýli í yfir þrjú þúsund borgum og eru að fylgjast með þessu. Ef allt gengur vel þá vilja þeir setjast niður og skoða hvort þeir geti ekki gert eitthvað grænt við fleiri skýli í fleiri löndum,“ segir Þór.Ein af túrbínunum sem IceWind þróar.Áhugasamt um grænar borgarlausnir Þetta staðfestir Einar Hermannson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi. „Við ætlum að sjá hvernig þetta verkefni þróast en við erum að fá fyrirspurnir að utan, frá höfuðstöðvunum í Frakklandi um þetta verkefni,“ segir Einar. Einar segir að frá höfuðstöðvunum hafi komið fyrirspurnir um kostnað við að setja skýlið upp og hvað túrbínúrnar framleiði mikið rafmagn en kröfur um að fyrirtækið bjóði upp á umhverfisvænar lausnir aukist í sífellu.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Rafmagnskostnaður er töluvert hár víðast hvar um heiminn þannig að þessi skýli gætu verið eitthvað sem hentar vel,“ segir Einar. „Þú færð þetta ekki grænna og í þessu nútímasamfélagi út um alla Evrópu er mikil krafa um svipaðar lausnir.“ AFA JCDecaux er mjög umfangsmikið fyrirtæki hvað varðar borgarlausnir á borð við strætóskýli og segir Einar að fyrirtækið reki yfir milljón skýli víðsvegar um heiminn sem flest séu tengd við rafmagn. Það er því ljóst að til mikils væri að vinna ef hægt væri að nýta sér umhverfisvænar lausnir á borð við þær sem Icewind býður upp á. Bæði Einar og Þór leggja þó áherslu á að verkefnið sé tilraunaverkefni og ekkert sé í hendi ennþá. „Þetta er tilraunaverkefni sem mallar í sumar og þegar því er lokið sjáum við hvað við getum boðið þeim,“ segir Þór.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá hér að neðan.IceWind's Storm ShelterCheck out the video we shot that gives you the core facts about the IceWind's Storm Shelter and its turbinesPosted by IceWind on Friday, 18 March 2016 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Til skoðunar er að setja upp svokölluð stormskýli víða um heim. Fyrsta skýlið sinnar tegundar var tekið í gagnið í síðasta mánuði og eru erlend fyrirtæki áhugasöm um að kynna sér kosti þess. Stormskýlið er í raun háþróað strætóskýli knúið vindtúrbínum sem framleiða rafmagn og sjá skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá.Sjá einnig: Stormskýlið tekið í notkunStormskýlið er þróað og hannað af Icewind, íslensku sprotafyrirtæki, sem sérhæfir sig í gerð vindtúrbína. Stormskýlið var sett upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og AFA JCDecaux sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í borgargögnum og rekstri þeirra, þar með talið strætóskýlum.Sest niður í september Í samtali við Vísi segir Þór Bachmann, einn af stofnendum Icewind, að til skoðunar sé að setja upp slík skýli víða um heim. „Þetta verkefni er tilraunaverkefni í sex mánuði og er í raun frumgerð fyrir borgarlausnir sem nýta græna orku,“ segir Þór. „Í september munum við setjast niður með AFA JCDecaux sem er að fylgjast með þessu að utan. Þeir sem stjórna Skandinavíu fyrir AFA komu hingað til lands og skoðuðu þetta.“Sjá einnig: Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtækiÞór segir að fyrirtækið sé áhugasamt um að færa sig í auknum mæli yfir í grænar lausnir og að stormskýlið sé möguleg lausn fyrir strætóskýli. „Þeir eru með skýli í yfir þrjú þúsund borgum og eru að fylgjast með þessu. Ef allt gengur vel þá vilja þeir setjast niður og skoða hvort þeir geti ekki gert eitthvað grænt við fleiri skýli í fleiri löndum,“ segir Þór.Ein af túrbínunum sem IceWind þróar.Áhugasamt um grænar borgarlausnir Þetta staðfestir Einar Hermannson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi. „Við ætlum að sjá hvernig þetta verkefni þróast en við erum að fá fyrirspurnir að utan, frá höfuðstöðvunum í Frakklandi um þetta verkefni,“ segir Einar. Einar segir að frá höfuðstöðvunum hafi komið fyrirspurnir um kostnað við að setja skýlið upp og hvað túrbínúrnar framleiði mikið rafmagn en kröfur um að fyrirtækið bjóði upp á umhverfisvænar lausnir aukist í sífellu.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Rafmagnskostnaður er töluvert hár víðast hvar um heiminn þannig að þessi skýli gætu verið eitthvað sem hentar vel,“ segir Einar. „Þú færð þetta ekki grænna og í þessu nútímasamfélagi út um alla Evrópu er mikil krafa um svipaðar lausnir.“ AFA JCDecaux er mjög umfangsmikið fyrirtæki hvað varðar borgarlausnir á borð við strætóskýli og segir Einar að fyrirtækið reki yfir milljón skýli víðsvegar um heiminn sem flest séu tengd við rafmagn. Það er því ljóst að til mikils væri að vinna ef hægt væri að nýta sér umhverfisvænar lausnir á borð við þær sem Icewind býður upp á. Bæði Einar og Þór leggja þó áherslu á að verkefnið sé tilraunaverkefni og ekkert sé í hendi ennþá. „Þetta er tilraunaverkefni sem mallar í sumar og þegar því er lokið sjáum við hvað við getum boðið þeim,“ segir Þór.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá hér að neðan.IceWind's Storm ShelterCheck out the video we shot that gives you the core facts about the IceWind's Storm Shelter and its turbinesPosted by IceWind on Friday, 18 March 2016
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira