Til skoðunar að setja upp stormskýli víða um heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2016 14:15 Nýlega er búið að setja fyrsta stormskýlið upp. Til skoðunar er að setja upp svokölluð stormskýli víða um heim. Fyrsta skýlið sinnar tegundar var tekið í gagnið í síðasta mánuði og eru erlend fyrirtæki áhugasöm um að kynna sér kosti þess. Stormskýlið er í raun háþróað strætóskýli knúið vindtúrbínum sem framleiða rafmagn og sjá skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá.Sjá einnig: Stormskýlið tekið í notkunStormskýlið er þróað og hannað af Icewind, íslensku sprotafyrirtæki, sem sérhæfir sig í gerð vindtúrbína. Stormskýlið var sett upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og AFA JCDecaux sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í borgargögnum og rekstri þeirra, þar með talið strætóskýlum.Sest niður í september Í samtali við Vísi segir Þór Bachmann, einn af stofnendum Icewind, að til skoðunar sé að setja upp slík skýli víða um heim. „Þetta verkefni er tilraunaverkefni í sex mánuði og er í raun frumgerð fyrir borgarlausnir sem nýta græna orku,“ segir Þór. „Í september munum við setjast niður með AFA JCDecaux sem er að fylgjast með þessu að utan. Þeir sem stjórna Skandinavíu fyrir AFA komu hingað til lands og skoðuðu þetta.“Sjá einnig: Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtækiÞór segir að fyrirtækið sé áhugasamt um að færa sig í auknum mæli yfir í grænar lausnir og að stormskýlið sé möguleg lausn fyrir strætóskýli. „Þeir eru með skýli í yfir þrjú þúsund borgum og eru að fylgjast með þessu. Ef allt gengur vel þá vilja þeir setjast niður og skoða hvort þeir geti ekki gert eitthvað grænt við fleiri skýli í fleiri löndum,“ segir Þór.Ein af túrbínunum sem IceWind þróar.Áhugasamt um grænar borgarlausnir Þetta staðfestir Einar Hermannson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi. „Við ætlum að sjá hvernig þetta verkefni þróast en við erum að fá fyrirspurnir að utan, frá höfuðstöðvunum í Frakklandi um þetta verkefni,“ segir Einar. Einar segir að frá höfuðstöðvunum hafi komið fyrirspurnir um kostnað við að setja skýlið upp og hvað túrbínúrnar framleiði mikið rafmagn en kröfur um að fyrirtækið bjóði upp á umhverfisvænar lausnir aukist í sífellu.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Rafmagnskostnaður er töluvert hár víðast hvar um heiminn þannig að þessi skýli gætu verið eitthvað sem hentar vel,“ segir Einar. „Þú færð þetta ekki grænna og í þessu nútímasamfélagi út um alla Evrópu er mikil krafa um svipaðar lausnir.“ AFA JCDecaux er mjög umfangsmikið fyrirtæki hvað varðar borgarlausnir á borð við strætóskýli og segir Einar að fyrirtækið reki yfir milljón skýli víðsvegar um heiminn sem flest séu tengd við rafmagn. Það er því ljóst að til mikils væri að vinna ef hægt væri að nýta sér umhverfisvænar lausnir á borð við þær sem Icewind býður upp á. Bæði Einar og Þór leggja þó áherslu á að verkefnið sé tilraunaverkefni og ekkert sé í hendi ennþá. „Þetta er tilraunaverkefni sem mallar í sumar og þegar því er lokið sjáum við hvað við getum boðið þeim,“ segir Þór.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá hér að neðan.IceWind's Storm ShelterCheck out the video we shot that gives you the core facts about the IceWind's Storm Shelter and its turbinesPosted by IceWind on Friday, 18 March 2016 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Til skoðunar er að setja upp svokölluð stormskýli víða um heim. Fyrsta skýlið sinnar tegundar var tekið í gagnið í síðasta mánuði og eru erlend fyrirtæki áhugasöm um að kynna sér kosti þess. Stormskýlið er í raun háþróað strætóskýli knúið vindtúrbínum sem framleiða rafmagn og sjá skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá.Sjá einnig: Stormskýlið tekið í notkunStormskýlið er þróað og hannað af Icewind, íslensku sprotafyrirtæki, sem sérhæfir sig í gerð vindtúrbína. Stormskýlið var sett upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og AFA JCDecaux sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í borgargögnum og rekstri þeirra, þar með talið strætóskýlum.Sest niður í september Í samtali við Vísi segir Þór Bachmann, einn af stofnendum Icewind, að til skoðunar sé að setja upp slík skýli víða um heim. „Þetta verkefni er tilraunaverkefni í sex mánuði og er í raun frumgerð fyrir borgarlausnir sem nýta græna orku,“ segir Þór. „Í september munum við setjast niður með AFA JCDecaux sem er að fylgjast með þessu að utan. Þeir sem stjórna Skandinavíu fyrir AFA komu hingað til lands og skoðuðu þetta.“Sjá einnig: Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtækiÞór segir að fyrirtækið sé áhugasamt um að færa sig í auknum mæli yfir í grænar lausnir og að stormskýlið sé möguleg lausn fyrir strætóskýli. „Þeir eru með skýli í yfir þrjú þúsund borgum og eru að fylgjast með þessu. Ef allt gengur vel þá vilja þeir setjast niður og skoða hvort þeir geti ekki gert eitthvað grænt við fleiri skýli í fleiri löndum,“ segir Þór.Ein af túrbínunum sem IceWind þróar.Áhugasamt um grænar borgarlausnir Þetta staðfestir Einar Hermannson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi. „Við ætlum að sjá hvernig þetta verkefni þróast en við erum að fá fyrirspurnir að utan, frá höfuðstöðvunum í Frakklandi um þetta verkefni,“ segir Einar. Einar segir að frá höfuðstöðvunum hafi komið fyrirspurnir um kostnað við að setja skýlið upp og hvað túrbínúrnar framleiði mikið rafmagn en kröfur um að fyrirtækið bjóði upp á umhverfisvænar lausnir aukist í sífellu.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Rafmagnskostnaður er töluvert hár víðast hvar um heiminn þannig að þessi skýli gætu verið eitthvað sem hentar vel,“ segir Einar. „Þú færð þetta ekki grænna og í þessu nútímasamfélagi út um alla Evrópu er mikil krafa um svipaðar lausnir.“ AFA JCDecaux er mjög umfangsmikið fyrirtæki hvað varðar borgarlausnir á borð við strætóskýli og segir Einar að fyrirtækið reki yfir milljón skýli víðsvegar um heiminn sem flest séu tengd við rafmagn. Það er því ljóst að til mikils væri að vinna ef hægt væri að nýta sér umhverfisvænar lausnir á borð við þær sem Icewind býður upp á. Bæði Einar og Þór leggja þó áherslu á að verkefnið sé tilraunaverkefni og ekkert sé í hendi ennþá. „Þetta er tilraunaverkefni sem mallar í sumar og þegar því er lokið sjáum við hvað við getum boðið þeim,“ segir Þór.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá hér að neðan.IceWind's Storm ShelterCheck out the video we shot that gives you the core facts about the IceWind's Storm Shelter and its turbinesPosted by IceWind on Friday, 18 March 2016
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira