Enski boltinn

Warnock orðinn þjálfari Arons Einars

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neil Warnock.
Neil Warnock. vísir/getty
Cardiff City, félag Arons Einars Gunnarssonar, hefur staðfest að það sé búið að ráða Neil Warnock sem knattspyrnustjóra félagsins.

Viðræðum við Warnock lauk seint í gærkvöld og Cardiff staðfesti svo ráðninguna í morgun.

Warnock tekur við stjórastarfinu af Paul Trollope sem var rekinn í gær en hann hafði aðeins verið stjóri félagsins í fimm mánuði.

Warnock kann þá list að koma félögum upp um deild en alls hefur hann komið liði sjö sinnum upp um deild á ferlinum. Það hentar eiganda Cardiff, Vincent Tan, vel en hann vill koma Cardiff sem fyrst upp í úrvalsdeild á ný.

Warnock var síðast hjá Rotherham en hætti í sumar. Hann hefur síðan verið orðaður við fjölda félaga síðan en samdi við Cardiff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×