Enski boltinn

Memphis: Að vera varamaður er ekkert fyrir mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Memphis og Rooney saman á bekknum hjá United.
Memphis og Rooney saman á bekknum hjá United. vísir/getty
Hollendingurinn Memphis Depay hefur ekki áhuga á því að vera áfram hjá Man. Utd ef hann á að sitja á bekknum hjá félaginu.

Þessi 22 ára strákur hefur engan veginn staðið undir væntingum síðan hann kom til félagsins frá PSV fyrir rúmu ári síðan.

Hann missti sæti sitt í liðinu á síðustu leiktíð og hefur aðeins komið þrisvar við sögu í deildinni í vetur og alltaf af bekknum.

„Ég hef ekkert breyst og veit hvað ég vill. Að vera varamaður er ekki fyrir mig. Það er ekki nóg fyrir mig að vera bara varamaður hjá Man. Utd. Þetta er draumafélagið mitt en ég vil spila,“ sagði Depay við hollenska fjölmiðla.

Þó svo hann sé ósáttur á bekknum þá segir Memphis að liðið hafi tekið framförum undir stjórn Jose Mourinho.

„Æfingar eru góðar. Ég er í flottu formi eins og alltaf. Það eru meiri gæði í öllu hjá okkur og Mourinho er algjör toppþjálfari.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×