Auðugustu ríkin veita minnsta hjálp Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. október 2016 06:00 grafík/guðmundur snær Meira en helmingur allra flóttamanna heimsins dvelst í tíu löndum. Ekkert þessara tíu landa er í hópi auðugustu ríkja heims. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka Vesturlönd um að koma sér undan ábyrgðinni. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar heims hefji fyrir alvöru uppbyggilegt samtal um það hvernig samfélög okkar ætla sér að hjálpa fólki sem neyðist til þess að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og ofsókna,“ segja samtökin í nýrri skýrslu um flóttamannavandann. Alls er það 21 milljón manna sem telst til flóttafólks um þessar mundir. Langflestir þeirra eru í Jórdaníu, alls 2,7 milljóir manna, en af þeim eru 2,1 milljón Palestínumenn sem hafa búið í Jórdaníu áratugum saman. Þar eru hins vegar einnig 664 þúsund manns sem falla undir umboð Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Næstflestir eru í Tyrklandi, eða 2,6 milljónir, og eru flestir þeirra frá Sýrlandi. Tyrkir hýsa nú fleiri flóttamenn frá Sýrlandi en nokkurt annað ríki. Auðugustu lönd heims hafa hins vegar tekið við afar fáum flóttamönnum, segir í skýrslunni. Til dæmis hafa Bretar ekki tekið við nema 11.000 sýrlenskum flóttamönnum frá árinu 2011, sem er harla fátæklegt miðað við þá 656 þúsund sýrlensku flóttamenn sem fengið hafa að doka við í Jórdaníu.Flóttmenn á gangi frá Serbíu í átt að Ungverjalandi.vísir/epaAmnesty International segir þetta sláandi þegar litið er til þess að Bretar eru tíu sinnum fleiri en Jórdanar og þjóðarframleiðsla Jórdaníu er aðeins 1,2 prósent af þjóðarframleiðslu Bretlands. Þá er Evrópusambandið harðlega gagnrýnt fyrir að reyna að koma sér hjá því að takast á við vandann. „Andspænis þessum versta flóttamannavanda sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir áratugum saman þá hefur Evrópusambandið, auðugasta stjórnmálasamband heims, reynt að koma í veg fyrir að hælisleitendur og flóttafólk komist inn fyrir landamæri þess,“ segir í skýrslunni. „Evrópusambandið hefur reist girðingar á landamærum, sent á vettvang sífellt stærri hópa landamæravarða og gert samninga við nágrannaríki um að halda fólki fyrir utan.“ Árið 2014 sóttu um 563 þúsund manns um alþjóðlega vernd í Evrópusambandsríkjunum en árið 2015 urðu umsækjendurnir rúmlega helmingi fleiri, eða 1,26 milljónir manna. „Íbúar Evrópusambandsins eru rétt rúmlega 510 milljónir,“ segir í skýrslunni. „Íbúar Líbanons voru um það bil 4,5 milljónir árið 2013 en samt hýsir Líbanon nú 1,5 milljónir flóttamanna, sem flestir eru frá Sýrlandi.“Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist staðráðinn í að hafna flóttamannakvóta Evrópusambandsins.vísir/epaOrban ætlar að skella í lás Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, ætlar að gera breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að samþykki þingsins þurfi til að heimila fjölmennum hópum flóttafólks að setjast þar að. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í gær, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina þar sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda samþykkti að hafna flóttamannakvótum Evrópusambandsins. Kosningaþátttakan var að vísu innan við helmingur kosningabærra manna, eða 3,3 milljónir, sem þýðir að atkvæðagreiðslan var ekki marktæk. Orban segist engu að síður ætla að standa við þau áform stjórnarinnar, sem borin voru undir atkvæði. „Það eru 3,3 milljónir manna í Ungverjalandi sem tóku ákvörðun um að þeir muni ekki leyfa neinum öðrum að taka ákvarðanir um málefni innflytjenda og flóttafólks,“ sagði Orban í gær. Ungverjar hafa jafnframt í hyggju að styrkja landamæragirðinguna að Serbíu, sem reist var á síðasta ári til að hindra flóttafólk í að komast yfir landamærin. Í Serbíu sitja þúsundir flóttamanna nú fastar og komast ekki áfram yfir til Ungverjalands. Engu að síður héldu nokkur hundruð þeirra af stað í gær gangandi frá Belgrad í áttina til Ungverjalands. „Við þurfum hvorki mat né vatn,“ sögðu flóttamennirnir og beindu orðum sínum til ungversku stjórnarinnar. „Við viljum að þið opnið landamærin.“ Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki Atkvæðagreiðsla um hvort Ungverjar eigi að veita tæplega 1,300 flóttamönnum hæli í landinu fór fram í dag. 2. október 2016 21:31 Á sjötta þúsund bjargað í gær Gærdagurinn var einn annasamasti dagur sem starfsmenn ítölsku strandgæslunnar hafa átt við að bjarga flóttamönnum frá norðurhluta Afríku og Miðausturlöndum. 4. október 2016 07:00 Kjörsókn gæti ógilt kosningu Útlit er fyrir að slæleg kjörsókn verði til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla Ungverja, um flóttamannakvótakerfi Evrópusambandsins, teljist ógild. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Meira en helmingur allra flóttamanna heimsins dvelst í tíu löndum. Ekkert þessara tíu landa er í hópi auðugustu ríkja heims. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka Vesturlönd um að koma sér undan ábyrgðinni. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar heims hefji fyrir alvöru uppbyggilegt samtal um það hvernig samfélög okkar ætla sér að hjálpa fólki sem neyðist til þess að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og ofsókna,“ segja samtökin í nýrri skýrslu um flóttamannavandann. Alls er það 21 milljón manna sem telst til flóttafólks um þessar mundir. Langflestir þeirra eru í Jórdaníu, alls 2,7 milljóir manna, en af þeim eru 2,1 milljón Palestínumenn sem hafa búið í Jórdaníu áratugum saman. Þar eru hins vegar einnig 664 þúsund manns sem falla undir umboð Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Næstflestir eru í Tyrklandi, eða 2,6 milljónir, og eru flestir þeirra frá Sýrlandi. Tyrkir hýsa nú fleiri flóttamenn frá Sýrlandi en nokkurt annað ríki. Auðugustu lönd heims hafa hins vegar tekið við afar fáum flóttamönnum, segir í skýrslunni. Til dæmis hafa Bretar ekki tekið við nema 11.000 sýrlenskum flóttamönnum frá árinu 2011, sem er harla fátæklegt miðað við þá 656 þúsund sýrlensku flóttamenn sem fengið hafa að doka við í Jórdaníu.Flóttmenn á gangi frá Serbíu í átt að Ungverjalandi.vísir/epaAmnesty International segir þetta sláandi þegar litið er til þess að Bretar eru tíu sinnum fleiri en Jórdanar og þjóðarframleiðsla Jórdaníu er aðeins 1,2 prósent af þjóðarframleiðslu Bretlands. Þá er Evrópusambandið harðlega gagnrýnt fyrir að reyna að koma sér hjá því að takast á við vandann. „Andspænis þessum versta flóttamannavanda sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir áratugum saman þá hefur Evrópusambandið, auðugasta stjórnmálasamband heims, reynt að koma í veg fyrir að hælisleitendur og flóttafólk komist inn fyrir landamæri þess,“ segir í skýrslunni. „Evrópusambandið hefur reist girðingar á landamærum, sent á vettvang sífellt stærri hópa landamæravarða og gert samninga við nágrannaríki um að halda fólki fyrir utan.“ Árið 2014 sóttu um 563 þúsund manns um alþjóðlega vernd í Evrópusambandsríkjunum en árið 2015 urðu umsækjendurnir rúmlega helmingi fleiri, eða 1,26 milljónir manna. „Íbúar Evrópusambandsins eru rétt rúmlega 510 milljónir,“ segir í skýrslunni. „Íbúar Líbanons voru um það bil 4,5 milljónir árið 2013 en samt hýsir Líbanon nú 1,5 milljónir flóttamanna, sem flestir eru frá Sýrlandi.“Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist staðráðinn í að hafna flóttamannakvóta Evrópusambandsins.vísir/epaOrban ætlar að skella í lás Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, ætlar að gera breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að samþykki þingsins þurfi til að heimila fjölmennum hópum flóttafólks að setjast þar að. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í gær, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina þar sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda samþykkti að hafna flóttamannakvótum Evrópusambandsins. Kosningaþátttakan var að vísu innan við helmingur kosningabærra manna, eða 3,3 milljónir, sem þýðir að atkvæðagreiðslan var ekki marktæk. Orban segist engu að síður ætla að standa við þau áform stjórnarinnar, sem borin voru undir atkvæði. „Það eru 3,3 milljónir manna í Ungverjalandi sem tóku ákvörðun um að þeir muni ekki leyfa neinum öðrum að taka ákvarðanir um málefni innflytjenda og flóttafólks,“ sagði Orban í gær. Ungverjar hafa jafnframt í hyggju að styrkja landamæragirðinguna að Serbíu, sem reist var á síðasta ári til að hindra flóttafólk í að komast yfir landamærin. Í Serbíu sitja þúsundir flóttamanna nú fastar og komast ekki áfram yfir til Ungverjalands. Engu að síður héldu nokkur hundruð þeirra af stað í gær gangandi frá Belgrad í áttina til Ungverjalands. „Við þurfum hvorki mat né vatn,“ sögðu flóttamennirnir og beindu orðum sínum til ungversku stjórnarinnar. „Við viljum að þið opnið landamærin.“
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki Atkvæðagreiðsla um hvort Ungverjar eigi að veita tæplega 1,300 flóttamönnum hæli í landinu fór fram í dag. 2. október 2016 21:31 Á sjötta þúsund bjargað í gær Gærdagurinn var einn annasamasti dagur sem starfsmenn ítölsku strandgæslunnar hafa átt við að bjarga flóttamönnum frá norðurhluta Afríku og Miðausturlöndum. 4. október 2016 07:00 Kjörsókn gæti ógilt kosningu Útlit er fyrir að slæleg kjörsókn verði til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla Ungverja, um flóttamannakvótakerfi Evrópusambandsins, teljist ógild. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki Atkvæðagreiðsla um hvort Ungverjar eigi að veita tæplega 1,300 flóttamönnum hæli í landinu fór fram í dag. 2. október 2016 21:31
Á sjötta þúsund bjargað í gær Gærdagurinn var einn annasamasti dagur sem starfsmenn ítölsku strandgæslunnar hafa átt við að bjarga flóttamönnum frá norðurhluta Afríku og Miðausturlöndum. 4. október 2016 07:00
Kjörsókn gæti ógilt kosningu Útlit er fyrir að slæleg kjörsókn verði til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla Ungverja, um flóttamannakvótakerfi Evrópusambandsins, teljist ógild. 3. október 2016 08:00