1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 23:36 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Forsætisráðherra Tyrklands hefur gefið út að pólitískum hreinsunum í landinu sé hvergi nærri lokið eftir valdaránstilraunina fyrir tæpum tveimur vikum. Rúmlega 15.000 hafa verið handteknir vegna gruns um tengsl við skipulagningu á valdaránstilrauninni og eru 8.000 enn í haldi, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian af ástandinu. Tugþúsundir til viðbótar hafa verið fjarlægðir úr embættismannakerfi landsins en Guardian hefur eftir tyrknesku fréttastofunni Andolu að 1.700 herforingjar hafi verið leystir frá störfum eftir valdaránstilraunina. Tugum fjölmiðla fjölmiðla hefur verið lokað, þar á meðal 45 dagblöðum og 16 sjónvarpsstöðvum. Tyrknesk yfirvöld hafa sakað klerkinn Fethullah Gulen um að standa að baki valdaránstilrauninni en forsætisráðherra landsins, Binali Yildirim, segir rannsókn málsins enn í fullum gangi. „Það er enn verið að leita að fólki. Það gæti leitt til frekari handtaka og varðhalds. Ferlinu er ekki lokið.“ Orkumálaráðherra landsins Berat Albayrak, sem er tengdasonur forsetans Recep Tayyip Erdogan, sagði tyrknesk yfirvöld hafa verið búin að leggja á ráðin um mikla hreinsun í hernum og öðrum stofnunum landsins. Átti að gera það til að hreinsa kerfið af öllum tengslum við Gulen. Ummæli Albayrak benda til að þessi hreyfing innan hersins hafi lagt í valdaránstilraunina því hún hafði heyrt af því að til stæði að leggjast í slíkar hreinsanir. Talið er að tilkynnt verði um róttæka breytingu á hernum þegar æðsta herráð landsins kemur saman á morgun. Rúmlega 10 þúsund hermenn og 358 hershöfðingjar hafa verið í haldi sem hefur skilið eftir stórt skarð í valdaskipan hersins. Tengdar fréttir Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands hefur gefið út að pólitískum hreinsunum í landinu sé hvergi nærri lokið eftir valdaránstilraunina fyrir tæpum tveimur vikum. Rúmlega 15.000 hafa verið handteknir vegna gruns um tengsl við skipulagningu á valdaránstilrauninni og eru 8.000 enn í haldi, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian af ástandinu. Tugþúsundir til viðbótar hafa verið fjarlægðir úr embættismannakerfi landsins en Guardian hefur eftir tyrknesku fréttastofunni Andolu að 1.700 herforingjar hafi verið leystir frá störfum eftir valdaránstilraunina. Tugum fjölmiðla fjölmiðla hefur verið lokað, þar á meðal 45 dagblöðum og 16 sjónvarpsstöðvum. Tyrknesk yfirvöld hafa sakað klerkinn Fethullah Gulen um að standa að baki valdaránstilrauninni en forsætisráðherra landsins, Binali Yildirim, segir rannsókn málsins enn í fullum gangi. „Það er enn verið að leita að fólki. Það gæti leitt til frekari handtaka og varðhalds. Ferlinu er ekki lokið.“ Orkumálaráðherra landsins Berat Albayrak, sem er tengdasonur forsetans Recep Tayyip Erdogan, sagði tyrknesk yfirvöld hafa verið búin að leggja á ráðin um mikla hreinsun í hernum og öðrum stofnunum landsins. Átti að gera það til að hreinsa kerfið af öllum tengslum við Gulen. Ummæli Albayrak benda til að þessi hreyfing innan hersins hafi lagt í valdaránstilraunina því hún hafði heyrt af því að til stæði að leggjast í slíkar hreinsanir. Talið er að tilkynnt verði um róttæka breytingu á hernum þegar æðsta herráð landsins kemur saman á morgun. Rúmlega 10 þúsund hermenn og 358 hershöfðingjar hafa verið í haldi sem hefur skilið eftir stórt skarð í valdaskipan hersins.
Tengdar fréttir Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00
Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08
Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36