Nautn – Erótík og tengsl við munúð efnisins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 11:30 Inga Jónsdóttir safnstjóri, Jóhann Ludwig, Helgi Hjaltalín, Birgir, Anna, Eygló og Guðný. Lengst til hægri er Hlynur Hallsson safnstjóri. Mynd/Daníel Starrrason Nautn / Conspiracy of Pleasure er samstarfssýning Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri. Hún var sett upp fyrir norðan í sumar en er nú komin suður yfir heiðar og verður opnuð í Hveragerði klukkan 14 á morgun, laugardag. Inga Jónsdóttir safnstjóri þar segir hana hafa tekið smá breytingum við flutninginn. Bæði hafi ný verk bæst við og hver sýning sé aðlöguð því rými sem hún er sýnd í. „Það er alltaf blæbrigðamunur því hver staður kallar á breytta útfærslu,“ útskýrir hún. Inga segir ánægjulegt að eiga samstarf þvert á hálendið. „Það eru listamenn bæði að norðan og sunnan sem sýna og þeir taka þátt í uppsetningunni. Fimm þeirra eru með innsetningar sem þeir þurfa að aðlaga nýjum stað. Hluti af verki Jóhanns Torfasonar er til dæmis silkiþrykk á vegg.“ Nautn er marglaga sýning að sögn Ingu. „Þar eru margar tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun og neyslu. Upphaflega ætlaði ég að hafa sýninguna hér á næsta ári en ákvað svo að opna hana núna fyrir jól þegar neysluhyggjan er í hámarki. Myndlist er gott tjáningarform og það er margt í samfélaginu sem kallast á við það sem sýningin fjallar um,“ fullyrðir hún og nefnir dæmi. „Helgi Hjaltalín tekur svolítið á lýðskrumi og auglýsingum þar sem allt er sett í fallegan búning án þess að hugað sé að innihaldinu. Jóhann Ludwig Torfason er með svartan húmor, gráglettin verk sem nístir undan um leið og brosað er út í annað. Birgir Sigurðsson er einn sýnenda og hann verður með gjörning við opnunina klukkan 14 á morgun.“ Sú af listakonunum sem er beintengdust við erótíkina í sínum verkum er Guðný Kristmannsdóttir sem bæði fjallar um sköp og sköpun, að því er Inga lýsir. „Anna Hallin er líka með erótískar tilvísanir en allar eru þær Guðný, Anna og Eygló Harðardóttir með sterk tengsl við munúð efnisins ef svo má segja.“ Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, opnar sýninguna Nautn á morgun. „Ég opnaði sýninguna fyrir norðan og við skiptum svona með okkur verkum,“ segir Inga og tekur fram að sýningin sé opin öllum aldurshópum, það sé alltaf ókeypis inn og allir velkomnir. „Nautnin er samofin manninum og alltaf spurning hvernig farið er með hana. Ég tel að sýningin geti kveikt spurningar og umræðugrundvöll. Hún getur verið áhugaverður og náttúrulegur hvati til að fjalla um ýmislegt sem hugsanlega væri viðkvæmara að fjalla um annars staðar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nautn / Conspiracy of Pleasure er samstarfssýning Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri. Hún var sett upp fyrir norðan í sumar en er nú komin suður yfir heiðar og verður opnuð í Hveragerði klukkan 14 á morgun, laugardag. Inga Jónsdóttir safnstjóri þar segir hana hafa tekið smá breytingum við flutninginn. Bæði hafi ný verk bæst við og hver sýning sé aðlöguð því rými sem hún er sýnd í. „Það er alltaf blæbrigðamunur því hver staður kallar á breytta útfærslu,“ útskýrir hún. Inga segir ánægjulegt að eiga samstarf þvert á hálendið. „Það eru listamenn bæði að norðan og sunnan sem sýna og þeir taka þátt í uppsetningunni. Fimm þeirra eru með innsetningar sem þeir þurfa að aðlaga nýjum stað. Hluti af verki Jóhanns Torfasonar er til dæmis silkiþrykk á vegg.“ Nautn er marglaga sýning að sögn Ingu. „Þar eru margar tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun og neyslu. Upphaflega ætlaði ég að hafa sýninguna hér á næsta ári en ákvað svo að opna hana núna fyrir jól þegar neysluhyggjan er í hámarki. Myndlist er gott tjáningarform og það er margt í samfélaginu sem kallast á við það sem sýningin fjallar um,“ fullyrðir hún og nefnir dæmi. „Helgi Hjaltalín tekur svolítið á lýðskrumi og auglýsingum þar sem allt er sett í fallegan búning án þess að hugað sé að innihaldinu. Jóhann Ludwig Torfason er með svartan húmor, gráglettin verk sem nístir undan um leið og brosað er út í annað. Birgir Sigurðsson er einn sýnenda og hann verður með gjörning við opnunina klukkan 14 á morgun.“ Sú af listakonunum sem er beintengdust við erótíkina í sínum verkum er Guðný Kristmannsdóttir sem bæði fjallar um sköp og sköpun, að því er Inga lýsir. „Anna Hallin er líka með erótískar tilvísanir en allar eru þær Guðný, Anna og Eygló Harðardóttir með sterk tengsl við munúð efnisins ef svo má segja.“ Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, opnar sýninguna Nautn á morgun. „Ég opnaði sýninguna fyrir norðan og við skiptum svona með okkur verkum,“ segir Inga og tekur fram að sýningin sé opin öllum aldurshópum, það sé alltaf ókeypis inn og allir velkomnir. „Nautnin er samofin manninum og alltaf spurning hvernig farið er með hana. Ég tel að sýningin geti kveikt spurningar og umræðugrundvöll. Hún getur verið áhugaverður og náttúrulegur hvati til að fjalla um ýmislegt sem hugsanlega væri viðkvæmara að fjalla um annars staðar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira