Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Hluti íbúa Bakkafjarðar telur að nábýlið við sorpurðunina geti haft slæm áhrif á byggðina. vísir/gva Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira