Lífið

Reiðprinsinn sýnir ævintýragjarna krónprinsinum af Dúbaí Ísland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hamdan bin Mohmmed Al Maktoum, betur þekktur sem Fazza eða krónprinsinn af Dúbaí, er í heimsókn á Íslandi og nýtur sín greinilega vel.
Hamdan bin Mohmmed Al Maktoum, betur þekktur sem Fazza eða krónprinsinn af Dúbaí, er í heimsókn á Íslandi og nýtur sín greinilega vel.
Hamdan bin Mohmmed Al Maktoum, betur þekktur sem Fazza eða krónprinsinn af Dúbaí, er í heimsókn á Íslandi og nýtur dvalarinnar vel ef marka má myndir sem hann hefur birt af sér á landinu. Fazza dvelur á Hilton Reykjavík Nordica en hann vaknaði rétt upp úr klukkan sex í morgun enda langur dagur framundan.

Fazza, sem meðal annars er þekktur fyrir ljóðasmíð á rómantísku nótunum auk ævintýramennsku og ferðalaga, fór í hjólreiðatúr meðfram Sæbrautinni í morgun en í framhaldinu var það þyrluferð út á land. Stoppað var á Langjökli þar sem farið var inn í jökulinn (Into the Glacier) þar sem slagarinn „Er hann birtist“ með Hljómum var sunginn fyrir prinsinn.

Viðeigandi, en lagið má heyra hér að neðan.


 

Prinsinn ásamt fríðu föruneyti.
Í framhaldinu var haldið að Seljalandsfossi þar sem prinsinn virti fossinn fyrir sér ofan af fjallinu í stað þess að ganga bak við fossinn.

Hætti prinsinn sér ansi nærri Seljalandsá, þar sem hún fellur fram af fjallinu, ef marka má myndband sem hann birti við brúnina.

Það er enginn annar en Fjölnir Þorgeirsson, reiðprinsinn og athafnamaðurinn, sem er prinsinum innan handar á meðan á dvöl hans stendur. 

Fór hann með prinsinn á hestbak í gær en prinsinn er í góðra manna hópi ef marka má mynd sem hann birti á Instagram um ellefuleytið og má sjá hér til hliðar.

Fróðlegt verður að fylgjast með frekari Íslandsævintýrum prinsins en það má gera á Instagram-reikningi hans, Faz3.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×