Ekki endilega söngleikur Reykjavíkurdætra Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. ágúst 2016 10:15 Salka Valsdóttir er einn af heilunum bak við sýninguna Reykjavíkurdætur. Vísir/Daníel Við vorum boðaðar á fund og okkur var boðið litla sviðið, budget, tæknimenn og að við megum bara gera það sem við viljum. Þetta er bara massívt opið fyrirbæri – svona eins og þetta er núna. Það er ekki verið að biðja okkur um að halda tónleika eða að skrifa leiksýningu endilega, ekki einu sinni verið að biðja okkur að leika í þessu sjálfar – það er bara verið að biðja okkur um að taka þetta rými og gera það sem við viljum með það. Ég get samt sagt það að við ætlum að nýta hópinn – nota hann eins og fjársjóðskistu. En það gæti verið að allur hópurinn verði bak við tjöldin á endanum,“ segir Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum og heilinn á bak við sýninguna Reykjavíkurdætur, sem verður frumsýnd í maí á næsta ári í Borgarleikhúsinu spurð um hvers lags sýningu sé nú eiginlega að ræða. „Við erum með teymi innan Reykjavíkurdætra núna sem við formuðum eftir að ég, Kolfinna og Blær fórum á fundinn með leikhússtjóra. Við tókum ábyrgð á þessu verkefni og fengum svo með okkur fleiri stelpur úr hópnum. Núna erum við að sinna rannsóknar- og verkefnavinnu sem er leidd af Kolfinnu sem er í raun leikstjórinn að verkefninu. Við erum að sýna hver annarri myndir og hugmyndir – þetta er á algjöru frumstigi enn þá. Við erum að fara að kynna verkefnið fyrir starfsfólki og listrænum stjórnendum í Borgarleikhúsinu núna á mánudaginn. Þannig að við erum búnar að vera að vinna í því að setja saman grunnþemu og hugmyndir sem við höfum verið að vinna í í sumar. Við eigum alveg ótrúlega mikið af skemmtilegu efni núna sem væri hægt að setja upp sem viðmið. Þetta er samt svona sýning sem á ekki eftir að verða ljóst hvernig verður nákvæmlega fyrr en svona viku fyrir sýningu.“ Þann 3. september næstkomandi verða útgáfutónleikar Reykjavíkurdætra en þær gáfu nýlega út sína fyrstu plötu. Þar má búast við miklu sjónarspili. „Útgáfutónleikarnir okkar verða mikið og stórt sjó sem við erum að plotta. Þeir verða kannski meira eins og Reykjavíkurdætur: Söngleikurinn heldur en leikritið á svo eftir að enda. Það verður samt kannski einhvers konar referens að því leyti að þarna verður stór hópur að performa – þetta gæti gefið einhvern forsmekk að því hvernig þetta á eftir að líta út hjá okkur, en kannski ekki,“ segir Salka dularfull, spurð hvort við fáum ekki smá smakk á tónleikunum. Leikhús Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Við vorum boðaðar á fund og okkur var boðið litla sviðið, budget, tæknimenn og að við megum bara gera það sem við viljum. Þetta er bara massívt opið fyrirbæri – svona eins og þetta er núna. Það er ekki verið að biðja okkur um að halda tónleika eða að skrifa leiksýningu endilega, ekki einu sinni verið að biðja okkur að leika í þessu sjálfar – það er bara verið að biðja okkur um að taka þetta rými og gera það sem við viljum með það. Ég get samt sagt það að við ætlum að nýta hópinn – nota hann eins og fjársjóðskistu. En það gæti verið að allur hópurinn verði bak við tjöldin á endanum,“ segir Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum og heilinn á bak við sýninguna Reykjavíkurdætur, sem verður frumsýnd í maí á næsta ári í Borgarleikhúsinu spurð um hvers lags sýningu sé nú eiginlega að ræða. „Við erum með teymi innan Reykjavíkurdætra núna sem við formuðum eftir að ég, Kolfinna og Blær fórum á fundinn með leikhússtjóra. Við tókum ábyrgð á þessu verkefni og fengum svo með okkur fleiri stelpur úr hópnum. Núna erum við að sinna rannsóknar- og verkefnavinnu sem er leidd af Kolfinnu sem er í raun leikstjórinn að verkefninu. Við erum að sýna hver annarri myndir og hugmyndir – þetta er á algjöru frumstigi enn þá. Við erum að fara að kynna verkefnið fyrir starfsfólki og listrænum stjórnendum í Borgarleikhúsinu núna á mánudaginn. Þannig að við erum búnar að vera að vinna í því að setja saman grunnþemu og hugmyndir sem við höfum verið að vinna í í sumar. Við eigum alveg ótrúlega mikið af skemmtilegu efni núna sem væri hægt að setja upp sem viðmið. Þetta er samt svona sýning sem á ekki eftir að verða ljóst hvernig verður nákvæmlega fyrr en svona viku fyrir sýningu.“ Þann 3. september næstkomandi verða útgáfutónleikar Reykjavíkurdætra en þær gáfu nýlega út sína fyrstu plötu. Þar má búast við miklu sjónarspili. „Útgáfutónleikarnir okkar verða mikið og stórt sjó sem við erum að plotta. Þeir verða kannski meira eins og Reykjavíkurdætur: Söngleikurinn heldur en leikritið á svo eftir að enda. Það verður samt kannski einhvers konar referens að því leyti að þarna verður stór hópur að performa – þetta gæti gefið einhvern forsmekk að því hvernig þetta á eftir að líta út hjá okkur, en kannski ekki,“ segir Salka dularfull, spurð hvort við fáum ekki smá smakk á tónleikunum.
Leikhús Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira