Úrslitin voru kannski ekki þau sem áhorfendur á Arnarhóli hefðu kosið en flestir ef ekki allir voru engu að síður í góðu skapi enda ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með strákana okkar, sem verður einmitt fagnað á Arnarhóli klukkan 19 annað kvöld.
Myndband frá kvöldinu að Arnarhóli má sjá hér að neðan en Vísir var með beina útsendingu á Facebook-síðu sinni í kvöld.