Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2016 18:39 Nokkrir stuðningsmanna liðsins í París í dag. Vonandi hafa þeir komist klakklaust á Stade de France. vísir/vilhelm Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. Dæmi eru um það að öryggisgæslan hafi bakað vandræði fyrir einhverja gesti. Samkvæmt fréttamanni Vísis á svæðinu eru dæmi um pör þar sem annar aðilinn fór inn á undan með miðana fyrir báða. Eftir að inn á völlinn er ekki unnt að fara út á ný til að koma hinum miðanum á hinn aðilann. Aðrir hafa lent í því að ætla að hitta einhvern sem er með miðann en sem stendur getur það reynst þrautin þyngri að komast um París. Lögreglumenn beina fólki ákveðnar brautir og þú hefur val um að fara þær eða fara ekkert. Þá hafa lögreglumenn verið duglegir við að handtaka miðabraskara fyrir utan völlinn. Inn á hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016 eru að minnsta kosti tvö dæmi um aðila sem keyptu miða af Birni Steinbekk. Sá ætlaði að afhenda þá í París en var ókominn. Í samtali við Vísi sagði Björn að hann væri á harðahlaupum um borgina til að afhenda miðana og hann mætti alls ekki vera að því að láta blaðamenn tefja þá för. Blaðamaður Vísis, staðsettur í París, mætti þremur aðdáendum sem voru á hlaupum að leita að Birni. Þeir ætluðu að hitta hann á hóteli þar sem hann ætlaði að afhenda þeim miðana. Það hefur ekki gengið enn.Uppfært 18.57 Einhverjir virðast hafa haft upp á Birni Steinbekk. Þeirra á meðal er Ragnar Heiðar Sigtryggsson. Hann sendir inn í Ferðagrúppuna að miðarnir séu stolnir og að þeim hafi ekki verið hleypt inn á völlinn á þeim. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 19.00. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira
Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. Dæmi eru um það að öryggisgæslan hafi bakað vandræði fyrir einhverja gesti. Samkvæmt fréttamanni Vísis á svæðinu eru dæmi um pör þar sem annar aðilinn fór inn á undan með miðana fyrir báða. Eftir að inn á völlinn er ekki unnt að fara út á ný til að koma hinum miðanum á hinn aðilann. Aðrir hafa lent í því að ætla að hitta einhvern sem er með miðann en sem stendur getur það reynst þrautin þyngri að komast um París. Lögreglumenn beina fólki ákveðnar brautir og þú hefur val um að fara þær eða fara ekkert. Þá hafa lögreglumenn verið duglegir við að handtaka miðabraskara fyrir utan völlinn. Inn á hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016 eru að minnsta kosti tvö dæmi um aðila sem keyptu miða af Birni Steinbekk. Sá ætlaði að afhenda þá í París en var ókominn. Í samtali við Vísi sagði Björn að hann væri á harðahlaupum um borgina til að afhenda miðana og hann mætti alls ekki vera að því að láta blaðamenn tefja þá för. Blaðamaður Vísis, staðsettur í París, mætti þremur aðdáendum sem voru á hlaupum að leita að Birni. Þeir ætluðu að hitta hann á hóteli þar sem hann ætlaði að afhenda þeim miðana. Það hefur ekki gengið enn.Uppfært 18.57 Einhverjir virðast hafa haft upp á Birni Steinbekk. Þeirra á meðal er Ragnar Heiðar Sigtryggsson. Hann sendir inn í Ferðagrúppuna að miðarnir séu stolnir og að þeim hafi ekki verið hleypt inn á völlinn á þeim. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 19.00.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira