Það er óhætt að segja að hundruð Íslendinga hafi hitað vel upp fyrir stórleik Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM við Moulin Rouge í gærkvöldi. Víkingahróf og Áfram Ísland heyrðist óma á milli þess sem Frakkar sungu þjóðsönginn sinn.
Franska sjónvarpið var á meðal þeirra sem mættu á svæðið og vildu greinilega fá víkingarhrópin beint í æð. Fengu þau nóg fyrir mætinguna og gott sjónvarp.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti við O'Sullivans í kvöld og myndaði hressa Íslendinga.
