Viðskipti erlent

Hlutabréf í Nintendo rjúka upp

Sæunn Gísladóttir skrifar
Pokémon Go hefur náð miklum vinsældum á stuttum tíma.
Pokémon Go hefur náð miklum vinsældum á stuttum tíma. Niantic
Gengi hlutabréfa í japanska leikjaframleiðandanum Nintendo hafa rokið upp síðustu daga. Hlutabréfin hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag og hafa á síðust fimm dögum hækkað um tæplega 38 prósent.

Rekja má hækkunina til vinsældar nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælastur meðal tölvuleikja þegar hann var gefinn út í Bandaríkjunum og Eyjaálfu síðustu viku og verður hann brátt gefinn út í Evrópu, Suður-Ameríku og Japan.

Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn.

Fleiri Android notendur náðu sér í Pokémon GO á fyrsta degi, en náðu sér í stefnumótaappið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir leikinn sem Nintendo sendi frá sér fyrir helgi en nánari upplýsingar um Pokémon GO er að finna á heimasíðu leiksins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×