Conor McGregor vann fjaðurvigtarbeltið í desember árið 2015 en hann vann léttvigtarbeltið fyrir þremur vikum síðan eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 og varð þá sá fyrsti í sögu UFC til að vera handhafi tveggja titla samtímis. Sú sæla entist þó ekki lengi því UFC hefur tekið fjaðurvigtarbeltið af McGregor þar sem hann hefur ekki keppt nóg í þeim þyngdarflokki að undanförnu.
UFC vill reyndar meina að McGregor hafi gefið beltið sjálfviljugur af hendi en mörgum finnst það ansi ólíklegt. Fjölmiðlamaðurinn Ariel Herwani segir að UFC hafi neytt Írann knáa til að gefa frá sér beltið og ekki ólíklegt að við eigum eitthvað eftir að heyra frá honum sjálfum tjá sig um þetta mál á næstunni.
UFC says McGregor has "relinquished" the 145 title. I'm told he never agreed to that, as we reported earlier, but UFC w/i rights to strip.Jose Aldo er nú titlaður meistari í fjaðurvigt og þeir Max Holloway og Anthony Pettis munu nú berjast um að mæta Aldo í titilbardaga. Bardagi þeirra Holloway og Pettis á UFC 206 í Toronto hefur nú verið settur sem aðalbardaginn það kvöld og sigurvegarinn mun mæta Aldo á næsta ári.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) November 27, 2016