Innlent

Útrunnar matvörur sífellt vinsælli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Wefood opnuðu fyrstu verslunina á Amager. Nýja verslunin verður opnuð á Norrebro.
Wefood opnuðu fyrstu verslunina á Amager. Nýja verslunin verður opnuð á Norrebro. vísir/epa
Danska matvöruverslunin Wefood, sem selur eingöngu útrunnar og/eða útlitsgallaðar vörur, hefur ákveðið að opna aðra verslun sökum mikilla vinsælda. Fyrsta útibú Wefood var opnað á Amager í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðnum og nýja verslunin verður á Norðurbrú. Markmiðið er að sporna við matarsóun. Guardian greinir frá.

Matvörurnar eru fengnar frá framleiðundunum sjálfum og breytist úrvalið í versluninni frá degi til dags. Starfsfólkið er allt í sjálfboðastarfi og rennur allur ágóði Wefood til góðgerðarmála. Um helmings afsláttur er settur á vörurnar. Forsvarsmenn verslunarinnar segja þetta fyrirkomulag hafa gefið góða raun, líkt og sjáist á sölunni.

Leyfilegt er að selja útrunnar vörur í Danmörku, svo lengi sem fólk sé upplýst um að um útrunnar vörur sé að ræða. Vitundarvakning um matarsóun hefur átt sér stað í vestrænum þjóðum að undanförnu, en nýlega settu Frakkar á lög þess efnis að ekki megi henda útrunnum mat.


Tengdar fréttir

Gefst vel að selja útrunnar matvörur

Viðskiptavinir Krónunnar hafa tekið vel í tilraun verlsunarinnar á sölu á matvöru sem er við það að renna út á tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×