Þessi verk byggja á alþýðumenningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 10:30 "Þetta er orkuverk. Það smitar frá sér orku þegar fólk kemur nálægt því,“ fullyrðir listamaðurinn Steingrímur um gulu myndina. Minna verkið birtir meðal annars app inn á safn gamalla lækningaminja í Los Angeles þar sem margt er á mörkum hins vísindalega. Vísir/Pjetur Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira