Andy Sullivan tekur forystuna í eyðimörkinni 22. janúar 2016 19:30 Andy Sullivan og Darren Clarke á öðrum hring í dag. Getty Englendingurinn Andy Sullivan hefur tekið forystuna á Abu Dhabi meistaramótinu en eftir tvo daga er hann á tíu höggum undir pari. Sullivan verður þó að bíða þangað til að annar hringur klárist á morgun til að vita hvort hann heldur forystunni því margir kylfingar náðu ekki að ljúka leik í dag vegna þoku. Á níu undir pari kemur Bandaríski áhuagmaðurinn Brycon DeChambeau en hann gæti orðið aðeins fjórði áhugamaðurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að sigra á móti ef hann heldur áfram að spila jafn vel. Nokkrir kylfingar deila þriðja sætinu á sjö undir pari, meðal annars reynsluboltinn Thomas Bjorn og Hollendingurinn Joost Luiten. Jordan Spieth og Rory McIlroy náðu ekki að ljúka leik í dag en þeir léku ekki vel og voru á einu höggi yfir pari eftir 13 holur. Þeir eru þó enn ofarlega á skortöflunni eftir að hafa leikið vel í gær en áhugavert verður að sjá hvort að annar hvor þeirra blandi sér í baráttuna um sigurinn um helgina. Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Andy Sullivan hefur tekið forystuna á Abu Dhabi meistaramótinu en eftir tvo daga er hann á tíu höggum undir pari. Sullivan verður þó að bíða þangað til að annar hringur klárist á morgun til að vita hvort hann heldur forystunni því margir kylfingar náðu ekki að ljúka leik í dag vegna þoku. Á níu undir pari kemur Bandaríski áhuagmaðurinn Brycon DeChambeau en hann gæti orðið aðeins fjórði áhugamaðurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að sigra á móti ef hann heldur áfram að spila jafn vel. Nokkrir kylfingar deila þriðja sætinu á sjö undir pari, meðal annars reynsluboltinn Thomas Bjorn og Hollendingurinn Joost Luiten. Jordan Spieth og Rory McIlroy náðu ekki að ljúka leik í dag en þeir léku ekki vel og voru á einu höggi yfir pari eftir 13 holur. Þeir eru þó enn ofarlega á skortöflunni eftir að hafa leikið vel í gær en áhugavert verður að sjá hvort að annar hvor þeirra blandi sér í baráttuna um sigurinn um helgina.
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira