United kaupir 60 milljóna evra táning frá Benfica í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. febrúar 2016 13:45 Renato Sanches að fara úr rauðu í rautt? vísir/getty Manchester United og portúgalska liðið Benfica hafa gert heiðursmannasamkomulag sín á milli um sölu á Renato Sanches frá Benfica til United í sumar. Þetta kemur fram í portúgölskum miðlum í dag. United er sagt hafa reynt að kaupa þennan 18 ára gamla miðjumann í janúar en Benfica vildi halda honum innan sinna raða út tímabilið. Það hefur aftur á móti samþykkt að selja hann til United í sumar. Enski risinn er sagður borga 40 milljónir evra fyrir Sanches í sumar eða 5,7 milljarða króna. Með árangurstengdum greiðslum verður heildarupphæðin á endanum 60 milljónir evra eða 8,5 milljarðar króna. Sanches er talinn einn af efnilegustu leikmönnum Evrópu um þessar mundir. Hann er fastamaður í byrjunarliði Benfica og búinn að skora tvö mörk og gefa eina stoðsendingu fyrir liðið í portúgölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Framtíð Louis van Gaal á Old Trafford er í uppnámi, en samkvæmt portúgalska blaðinu Record, sem fullyrðir að heiðursmannasamkomulag ríki á milli félaganna, ætlar United að ganga frá kaupum á Sanches um leið og glugginn opnar í sumar. Sé kaupverðið rétt verður Renato Sanches dýrasti leikmaðurinn sem Benfica hefur selt. Mest fékk félagið 40 milljónir evra fyrir belgíska landsliðsmanninn Axel Witsel þegar hann var keyptur til Zenit í Pétursborg. Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Manchester United og portúgalska liðið Benfica hafa gert heiðursmannasamkomulag sín á milli um sölu á Renato Sanches frá Benfica til United í sumar. Þetta kemur fram í portúgölskum miðlum í dag. United er sagt hafa reynt að kaupa þennan 18 ára gamla miðjumann í janúar en Benfica vildi halda honum innan sinna raða út tímabilið. Það hefur aftur á móti samþykkt að selja hann til United í sumar. Enski risinn er sagður borga 40 milljónir evra fyrir Sanches í sumar eða 5,7 milljarða króna. Með árangurstengdum greiðslum verður heildarupphæðin á endanum 60 milljónir evra eða 8,5 milljarðar króna. Sanches er talinn einn af efnilegustu leikmönnum Evrópu um þessar mundir. Hann er fastamaður í byrjunarliði Benfica og búinn að skora tvö mörk og gefa eina stoðsendingu fyrir liðið í portúgölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Framtíð Louis van Gaal á Old Trafford er í uppnámi, en samkvæmt portúgalska blaðinu Record, sem fullyrðir að heiðursmannasamkomulag ríki á milli félaganna, ætlar United að ganga frá kaupum á Sanches um leið og glugginn opnar í sumar. Sé kaupverðið rétt verður Renato Sanches dýrasti leikmaðurinn sem Benfica hefur selt. Mest fékk félagið 40 milljónir evra fyrir belgíska landsliðsmanninn Axel Witsel þegar hann var keyptur til Zenit í Pétursborg.
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira