Hóteluppbygging gæti haldið aftur af íbúðabyggingum Sæunn Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2016 09:00 Ef erfitt verður að fá erlent vinnuafl gæti hóteluppbygging haldið aftur af íbúðabyggingum. Vísir/Andri Marinó Hóteluppbygging hefur hingað til haft lítil áhrif á íbúðabyggingu en gæti komið til með að gera það á næstu árum. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. Hann heldur erindi um efnið á Fasteignaráðstefnunni 2016 sem fer fram í Hörpu á morgun. „Það er klárlega of lítil íbúðafjárfesting búin að vera núna undanfarið, það er komin uppsöfnuð þörf. Það er ýmislegt sem spilar þar inn, ég er ekki svo viss um að það sé hóteluppbygging eins og hún hefur verið nú þegar. Það hefur svo sem verið einhver slaki á byggingamarkaðnum, hann hefur verið að ná sér eftir efnahagshrunið,“ segir Konráð. „Fjöldi annarra þátta en hóteluppbygging spilar þar inn í og ýmsar kenningar eru um af hverju ekki sé meiri íbúðafjárfesting. Hótelbygging hefur einhver áhrif, hversu mikið er erfitt að segja.“ Eins og staðan er núna varðandi uppbyggingu hótela segir Konráð að fólk sé of svartsýnt að telja að hótel séu að drepa niður alla íbúðauppbyggingu. „Ef þú setur þessi hótelherbergi í samhengi við íbúðafjölda þá er þetta ekki svo gríðarlegt miðað við hvað þyrfti að byggja mikið af íbúðum til að eiga við fólksfjölgun. Bygging sjö hundruð hótelherbergja í fyrra er eins og að byggja innan við fimm hundruð íbúðir," segir Konráð.Konráð Guðjónsson„Það sem maður aðallega veltir fyrir sér er þegar maður lítur fram á veginn og þar er aukin uppsöfnuð þörf fyrir íbúðir og fleiri hótel að bætast við áætlun. Það eru hugmyndir um að fleiri hótel bætist við í ár en í fyrra. Þegar kominn er meiri þrýstingur á verktakabransann þá gæti þetta farið að hafa áhrif,“ segir Konráð. „Þetta veltur allt á hvernig verktakageirinn og byggingabransinn bregðast við því. Nú er hann í fullri nýtingu. Það er spurning hvernig hann bregst við því að þurfa að flytja inn vinnuafl og annað. Ef það næst að flytja inn vinnuafl, þá mun hóteluppbygging ekki hafa áhrif á byggingu íbúða. En ef það tekst ekki þá getur það þrýst á. Það er ekki ástæða til svartsýni en fólk þarf að velta þessu fyrir sér,“ segir Konráð. Annað sem spilar inn í er hugsanleg mettun á hótelmarkaði. Í nýlegum Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka kemur fram að miðað við þá uppbyggingu sem er á teikniborðinu, og hversu hratt bæst hefur við áform um hótelbyggingu á síðustu mánuðum, telur greiningardeildin rétt að staldra aðeins við. Enn sé þörf fyrir fleiri hótel og gistirými, en það sem nú sé á teikniborðinu virðist fara langt með að fullnægja þörf á hótelrýmum ef spá um tvær milljónir ferðamanna innan þriggja ára gengur eftir. Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Hóteluppbygging hefur hingað til haft lítil áhrif á íbúðabyggingu en gæti komið til með að gera það á næstu árum. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. Hann heldur erindi um efnið á Fasteignaráðstefnunni 2016 sem fer fram í Hörpu á morgun. „Það er klárlega of lítil íbúðafjárfesting búin að vera núna undanfarið, það er komin uppsöfnuð þörf. Það er ýmislegt sem spilar þar inn, ég er ekki svo viss um að það sé hóteluppbygging eins og hún hefur verið nú þegar. Það hefur svo sem verið einhver slaki á byggingamarkaðnum, hann hefur verið að ná sér eftir efnahagshrunið,“ segir Konráð. „Fjöldi annarra þátta en hóteluppbygging spilar þar inn í og ýmsar kenningar eru um af hverju ekki sé meiri íbúðafjárfesting. Hótelbygging hefur einhver áhrif, hversu mikið er erfitt að segja.“ Eins og staðan er núna varðandi uppbyggingu hótela segir Konráð að fólk sé of svartsýnt að telja að hótel séu að drepa niður alla íbúðauppbyggingu. „Ef þú setur þessi hótelherbergi í samhengi við íbúðafjölda þá er þetta ekki svo gríðarlegt miðað við hvað þyrfti að byggja mikið af íbúðum til að eiga við fólksfjölgun. Bygging sjö hundruð hótelherbergja í fyrra er eins og að byggja innan við fimm hundruð íbúðir," segir Konráð.Konráð Guðjónsson„Það sem maður aðallega veltir fyrir sér er þegar maður lítur fram á veginn og þar er aukin uppsöfnuð þörf fyrir íbúðir og fleiri hótel að bætast við áætlun. Það eru hugmyndir um að fleiri hótel bætist við í ár en í fyrra. Þegar kominn er meiri þrýstingur á verktakabransann þá gæti þetta farið að hafa áhrif,“ segir Konráð. „Þetta veltur allt á hvernig verktakageirinn og byggingabransinn bregðast við því. Nú er hann í fullri nýtingu. Það er spurning hvernig hann bregst við því að þurfa að flytja inn vinnuafl og annað. Ef það næst að flytja inn vinnuafl, þá mun hóteluppbygging ekki hafa áhrif á byggingu íbúða. En ef það tekst ekki þá getur það þrýst á. Það er ekki ástæða til svartsýni en fólk þarf að velta þessu fyrir sér,“ segir Konráð. Annað sem spilar inn í er hugsanleg mettun á hótelmarkaði. Í nýlegum Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka kemur fram að miðað við þá uppbyggingu sem er á teikniborðinu, og hversu hratt bæst hefur við áform um hótelbyggingu á síðustu mánuðum, telur greiningardeildin rétt að staldra aðeins við. Enn sé þörf fyrir fleiri hótel og gistirými, en það sem nú sé á teikniborðinu virðist fara langt með að fullnægja þörf á hótelrýmum ef spá um tvær milljónir ferðamanna innan þriggja ára gengur eftir.
Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira