Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.
Hvenær vaknar þú á morgnana?
„Ég vakna þegar tuttugu mánaða vekjaraklukka heimilisins segir ákveðið FRAM! Þetta getur verið frá hálf sex til sjö. Við kærasti minn skiptumst svo á að „sofa út” til klukkan sjö – hálfátta.“
Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?
„Það fyrsta er að gefa stráknum okkur að borða svo beint inn í eldhús, svo er að koma honum og öllum út úr húsi, sem er oft mikið stuð. Ef ég er ekki að taka litla manninn fram þá reyni ég að ná 20 mín hugleiðslu.
Hápunktur morgunsins er síðan „rómantíski kaffibíltúrinn” okkar Villa kærasta míns þegar við komum við í Te og kaffi Borgartúni eða eins og Villi kallar Borgartúnið „staður elskenda”.
Það er svo gaman að gefa hversdagslegum hlutum eins og morgunskutlinu að einhverju að því sem maður hlakkar til.
Ég elska að ná rólegum morgni eftir skutlið, en það fer eftir dögum þar sem enginn dagur er eins hjá mér.“
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
„Kertasníkir! Ég ólst upp á frekar afskekktum stöðum og jólasveinarnir áttu erfitt með að koma á hverju kvöldi svo Kertasníkir mætti með veglegar gjafir á Þorláksmessu.
Mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt og þegar ég hugsa út í það líka mjög umhverfisvænt hjá “ jólasveininum.”

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?
„Ég er að klára allskonar verkefni, bæði auglýsingar og svo tek ég líka fjölskyldumyndatökur fyrir jólin.
Í dag er ég líka með vintage fata sölu ásamt nokkru flottum konum í IÐNÓ frá 11-17, mæli með að fólk kíki við ef það er á ferðinni að kjósa niðrí bæ.“
Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?
„Ég set allt inn í calander og það er sá staður í lífi mínu sem er mest skipulagður. Ég vinn í skapandi kaósi en ég er mjög stundvís og tek calanderið mjög alvarlega.
Ég geri to do lista sem ég skrifa niður, það hentar mér betur en skipulag í tölvu. Annars er ég að reyna finna út hvernig það er að skipuleggja sig með lítið barn.
Ég finn það bara hvað við sem eru sjálfstætt starfandi þurfum að vinna mikið.
Að reyna ná eitthvað sem voru tólf til fjórtán tíma vinnudagar í sjö og hálfan er eitthvað sem mér finnst vera áskorun.
En líka fær mann til að velja betur og bera meiri virðingu fyrir tímanum sínum.“
Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?
„Ég set svefn í forgang reyni að vera komin upp í hálf tíu, í síðasta lagi klukkan ellefu.“