Innlent

Lögreglan með umfangsmiklar aðgerðir við Fellsmúla

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi við Fellsmúla.
Frá vettvangi við Fellsmúla. Vísir/GVA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með mikinn viðbúnað við Fellsmúla í Reykjavík. Um fjórir lögreglubílar voru þar fyrir utan þegar ljósmyndara bar að og voru lögreglumenn inni í tveimur stigagöngum við Fellsmúla 9 og 11.

Lögreglan hefur ekki svarað fyrirspurnum Vísis vegna málsins að svo stöddu.

Samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir handteknir vegna málsins, en grunur leikur á að það tengist frelsissviptingu.

Sjá einnig: Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér

Tæknideild lögreglunnar mætti á vettvang nú þriðja tímanum.

Samkvæmt sjónarvotti Vísis kom maður gangandi út úr einum stigaganginum, á nærbuxum einum klæða, í fylgd lögreglumanns og fór svo í sjúkrabíl.

Fjöldi lögreglumanna voru á vettavengi þegar ljósmyndara bar að garði.Vísir/365
Vísir/GVA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×