Enginn verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrotin í Köln sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2016 15:24 21 er grunaður um að hafa framið kynferðisbrot í borginni á nýársdag. Enginn hefur þó verið handtekinn. vísir/epa Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. Átján þeirra eru hælisleitendur, að því er segir í frétt BBC. Enginn hefur verið handtekinn í tenglum við meint kynferðisbrot. Lögregluyfirvöld í Köln hafa sætt mikilli gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot í borginni á gamlárskvöld. Á annað hundrað kærur hafa verið lagðar fram, þar af 117 vegna kynferðisbrota. Vitni segja árásarmennina líta út fyrir að vera frá Norður-Afríku eða Miðausturlöndum, en lögregla segir tuttugu og einn undir grun vegna kynferðisbrota. Lögreglan hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð – aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Fullyrt hefur verið að séð verði til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins eru flestir hinna grunuðu sakaðir um þjófnað og líkamsárásir. Átján þeirra hafi sótt um hæli í Þýskalandi, en þeir koma frá átta löndum. Yfirlýsingar lögreglu um að árásarmennirnir séu líklega af norðurafrískum eða arabískum uppruna hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. Þá hefur flóttamannastefna Þýskalands verið gagnrýnd harðlega að undanförnu. Hundruð manna hafa mótmælt fyrir utan aðallestarstöðina, þar sem brotin voru framin, að undanförnu. Tengdar fréttir Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á nýársnótt segir að lögregluþjónar hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist, svo mikið var um að vera. 7. janúar 2016 22:37 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. Átján þeirra eru hælisleitendur, að því er segir í frétt BBC. Enginn hefur verið handtekinn í tenglum við meint kynferðisbrot. Lögregluyfirvöld í Köln hafa sætt mikilli gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot í borginni á gamlárskvöld. Á annað hundrað kærur hafa verið lagðar fram, þar af 117 vegna kynferðisbrota. Vitni segja árásarmennina líta út fyrir að vera frá Norður-Afríku eða Miðausturlöndum, en lögregla segir tuttugu og einn undir grun vegna kynferðisbrota. Lögreglan hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð – aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Fullyrt hefur verið að séð verði til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins eru flestir hinna grunuðu sakaðir um þjófnað og líkamsárásir. Átján þeirra hafi sótt um hæli í Þýskalandi, en þeir koma frá átta löndum. Yfirlýsingar lögreglu um að árásarmennirnir séu líklega af norðurafrískum eða arabískum uppruna hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. Þá hefur flóttamannastefna Þýskalands verið gagnrýnd harðlega að undanförnu. Hundruð manna hafa mótmælt fyrir utan aðallestarstöðina, þar sem brotin voru framin, að undanförnu.
Tengdar fréttir Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á nýársnótt segir að lögregluþjónar hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist, svo mikið var um að vera. 7. janúar 2016 22:37 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01
Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36
Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20
Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00
Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á nýársnótt segir að lögregluþjónar hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist, svo mikið var um að vera. 7. janúar 2016 22:37