Látum teikningarnar skríða upp á vegginn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2016 10:45 Þær Marta María og Hulda hafa lengi alið með sér draum um að sýna saman. Nú er hann að verða að veruleika í Listasafni ASÍ og hér standa þær við verk eftir Mörtu Maríu. Vísir/Stefán Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða. Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða.
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira