Erlent

Heitasti mánuðurinn frá upphafi mælinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Börn í Kína að kæla sig.
Börn í Kína að kæla sig. Vísir/AFP
Júlí var heitasti mánuður jarðarinnar frá því að mælingar hófust fyrir 137 árum eða árið 1880. Mánuðurinn var 0,87 gráðum heitari en meðalhiti síðustu aldar og 0,11 gráðum heitari en næst heitasti júlí, sem var í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum Veðurstofu Bandaríkjanna.

Um er að ræða fimmtánda mánuðinn í röð þar sem hitastigið er hærri en sama mánuð ári áður.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er hitaaukningin rakin til brennslu jarðeldsneyta og veðurfyrirbrigðisins El Niño. Það veðurfyrirbrigði sem tengist sjávarhitafrávikum í Kyrrahafinu og hefur áhrif á veðurfar víða um heim.

Hér má sjá yfirlit Veðurstofu Bandaríkjanna yfir helstu frávik og atburði í júlí.

Mynd/NOAA
Fyrstu sjö mánuðir ársins eru heitasta sjö mánaða tímabil sem mælst hefur. Sjávarhiti mældist einnig í hæstu hæðum og hefur hann ekki verið hærri í júlí áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×