Erlent

Olíuflutningaskipi rænt á malasísku hafsvæði

Atli Ísleifsson skrifar
Olíuflutningaskip. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Olíuflutningaskip. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Olíuflutningaskipi með um 900 þúsund lítra af dísilolíu um borð hefur verið rænt á malasísku hafsvæði og því siglt inn í indónesíska lögsögu.

Malasísk yfirvöld greina frá þessu.

Í frétt SVT kemur fram að skipið, Vier Harmoni, sé nú staðsett fyrir utan Batam í Indónesíu.

Ekki liggur fyrir hvaða hópur manna hafi rænt skipinu, en áætlað er að verðmæti farmsins sé um fimmtíu milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×