Hlaupið til góðs Edda Hermannsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. Um leið og þarna koma saman þátttakendur sem hafa æft stíft undanfarnar vikur og mánuði þá er þetta ekki síður dagur allrar fjölskyldunnar þar sem allir hafa tök á því að taka þátt, ungir sem aldnir. Styttri veglengdir henta styttri fótleggjum og síðan má alltaf ganga lengri vegalengdir og njóta þess að vera með. Fyrir 33 árum tóku 214 hlauparar þátt en í fyrra voru þátttakendur yfir 15.000. Skráningin í ár gengur vel og eru þegar tæplega 11.000 skráðir til leiks sem er fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Hún skýrist að mestu leyti af fjölgun erlendra þátttakenda. Það er mjög ánægjulegt að fleiri komi til Íslands og taki þátt og upplifi hlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið. Þó hlaupið sjálft sé heilsueflandi og skemmtilegt þá er einna mikilvægast að þúsundir hlaupara safna áheitum til góðra málefna. Söfnun Reykjavíkurmaraþonsins hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum og í fyrra söfnuðust yfir 80 milljónir króna fyrir 167 félög. Þetta skiptir félögin gríðarlega miklu máli og mörg þeirra láta sitt ekki eftir liggja og hvetja hlaupara áfram. Í ár var markið sett hátt en markmiðið er að safna 100 milljónum til góðra mála. Það er frábært að sjá þátttakendur biðja um stuðning við sitt félag og þar munar sannarlega um hverja krónu. Það eru þátttakendur sjálfir sem gera þetta hlaup að því sem það er og styðja við mikilvæg málefni með því að koma saman í sameiginlegu átaki. Við hvetjum því alla til að taka þátt á laugardaginn, þá sem vilja ganga og hafa gaman, þá sem vilja elta Pókemon-karla og svo auðvitað þá sem hafa lagt blóð, svita og tár í hlaupaæfingar. Það er einstök tilfinning að hlaupa um götur Reykjavíkur þar sem íbúar hvetja hlaupara áfram með tónlist, trommum og klappi. Það eru allir hetjur í Reykjavíkurmaraþoninu: hlauparar, aðstandendur, þeir sem heita á hlauparana og síðast en ekki síst: þeir sem njóta góðs af áheitasöfnuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. Um leið og þarna koma saman þátttakendur sem hafa æft stíft undanfarnar vikur og mánuði þá er þetta ekki síður dagur allrar fjölskyldunnar þar sem allir hafa tök á því að taka þátt, ungir sem aldnir. Styttri veglengdir henta styttri fótleggjum og síðan má alltaf ganga lengri vegalengdir og njóta þess að vera með. Fyrir 33 árum tóku 214 hlauparar þátt en í fyrra voru þátttakendur yfir 15.000. Skráningin í ár gengur vel og eru þegar tæplega 11.000 skráðir til leiks sem er fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Hún skýrist að mestu leyti af fjölgun erlendra þátttakenda. Það er mjög ánægjulegt að fleiri komi til Íslands og taki þátt og upplifi hlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið. Þó hlaupið sjálft sé heilsueflandi og skemmtilegt þá er einna mikilvægast að þúsundir hlaupara safna áheitum til góðra málefna. Söfnun Reykjavíkurmaraþonsins hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum og í fyrra söfnuðust yfir 80 milljónir króna fyrir 167 félög. Þetta skiptir félögin gríðarlega miklu máli og mörg þeirra láta sitt ekki eftir liggja og hvetja hlaupara áfram. Í ár var markið sett hátt en markmiðið er að safna 100 milljónum til góðra mála. Það er frábært að sjá þátttakendur biðja um stuðning við sitt félag og þar munar sannarlega um hverja krónu. Það eru þátttakendur sjálfir sem gera þetta hlaup að því sem það er og styðja við mikilvæg málefni með því að koma saman í sameiginlegu átaki. Við hvetjum því alla til að taka þátt á laugardaginn, þá sem vilja ganga og hafa gaman, þá sem vilja elta Pókemon-karla og svo auðvitað þá sem hafa lagt blóð, svita og tár í hlaupaæfingar. Það er einstök tilfinning að hlaupa um götur Reykjavíkur þar sem íbúar hvetja hlaupara áfram með tónlist, trommum og klappi. Það eru allir hetjur í Reykjavíkurmaraþoninu: hlauparar, aðstandendur, þeir sem heita á hlauparana og síðast en ekki síst: þeir sem njóta góðs af áheitasöfnuninni.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar