Obama vill skipa nýjan dómara eins fljótt og unnt er Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 23:07 Barack Obama vill skipa nýjan hæstaréttardómara sem fyrst. vísir/getty Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas. Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas.
Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13