Ólíklegt að þinglok verði í vikunni: „Forseti ætlar ekki að fara leika einhvern einræðisherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 11:50 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ósáttir við óvissu um þinglok. vísir Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og beindi orðum sínum að Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis undir liðnum fundarstjórn forseta og spurði út í skipulag næstu daga á þingi en samkvæmt starfsáætlun á þingi að ljúka á fimmtudag. Einar K. sagði hins vegar í svari sínu til Oddnýjar að það væri „harla ólíklegt að starfsáætlun þingsins standist.“ Bætti hann við að hann vonaðist til þess að unnt yrði að ná utan um það viðfangsefni sem þingið glímir við og það er að ljúka tilteknum málum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði athugasemd við þetta og sagði að það ætti að vera fyrir löngu búið að afmarka viðfangsefnið, það er hvaða málum eigi að ljúka fyrir þinglok.Munur á að taka sér dagskrárvald og vera einræðisherra Forseti þingsins sagðist þá hafa kosið að orða þetta svona, að það þyrfti að ná utan um viðfangsefnið, en það væri nú svo að hann réði því ekki einn hvaða mál væru á dagskrá þingsins. „Forseti ætlar ekki að fara leika einhvern einræðisherra hér í þinginu,“ sagði Einar K. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu þá hver af öðrum upp í pontu og lýstu yfir óánægju sinni með dagskrá þingsins og það að starfsáætlun væri að öllum líkindum öll úr skorðum. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata benti meðal annars á að forseti færi með dagskrárvaldið á Alþingi og það væri munur á því að taka sér dagskrárvald og að vera einræðisherra. „Þessar tafir eru af því að ríkisstjórninn er máttlaus og stjórnlaus og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingamaður Samfylkingarinnar þegar hún tók til máls.„Allt í tómu rugli hérna“ Katrín Júlíusdóttir samflokkskona Valgerðar sagði stjórnarmeirihlutann ekki bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni; það væri alveg sama hvort hún væri hrópandi eða væri í málefnalegum umræðum þannig að málin rynnu í gegnum þingið. „Það er allt í tómu rugli hérna og við óskum eftir því að fá þetta yfirlit um hvernig við ætlum að ljúka þessu,“ sagði Katrín. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata kom síðan með þá hugmynd að forseti þingsins myndi ekki setja þingfund fyrr en ríkisstjórnin væri búin að ákveða mál sem hún vill klára. „Það þarf að setja stólinn fyrir dyrnar,“ sagði Helgi og spurði að lokum hvort það væri þannig að ríkisstjórnin ráði yfir þinginu. Einar K. vakti þá athygli á því að þó að forseti þingsins færi vissulega með dagskrárvaldið frá degi til dags þá væri það svo að á þingi ríkti lýðræði. „Þá er það einfaldlega þannig að þá getur meirihlutinn á Alþingi hverju sinni breytt dagskránni ef hann kýs. [...] Þess vegna gerist það auðvitað að ríkisstjórnin hafi áhrif á það hvernig dagskráin er,“ sagði Einar.„Ég var bara að reyna að taka af skarið“ Hann bætti svo við að hann hefði lagt sig fram um að hafa gott samstarf við þingmenn almennt en gerði sér jafnframt grein fyrir því að það hafi ekki allir þingmenn verið sáttir við allt alltaf. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu svo áfram í pontu og við lok umræðunnar sagði Oddný Harðardóttir að stjórnarandstaðan myndi ekki láta draga sig áfram á asnaeyrunum heldur taka af skarið varðandi dagskrá þingsins og þinglok. Skömmu síðar lauk dagskrárliðnum fundarstjórn forseta og þingforseti ætlaði þá yfir í næsta dagskrárlið sem hann sagði vera umræðu um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Heyrðist þá úr sal að næst væru óundirbúnar fyrirspurnir en forseti hafði þá hlaupið yfir þann dagskrárlið. Baðst hann afsökunar á því en sagði svo og uppskar hlátur þingmanna: „Forseti var bara að reyna að taka af skarið.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu. 20. september 2016 20:15 Mest lesið Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Sjá meira
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og beindi orðum sínum að Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis undir liðnum fundarstjórn forseta og spurði út í skipulag næstu daga á þingi en samkvæmt starfsáætlun á þingi að ljúka á fimmtudag. Einar K. sagði hins vegar í svari sínu til Oddnýjar að það væri „harla ólíklegt að starfsáætlun þingsins standist.“ Bætti hann við að hann vonaðist til þess að unnt yrði að ná utan um það viðfangsefni sem þingið glímir við og það er að ljúka tilteknum málum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði athugasemd við þetta og sagði að það ætti að vera fyrir löngu búið að afmarka viðfangsefnið, það er hvaða málum eigi að ljúka fyrir þinglok.Munur á að taka sér dagskrárvald og vera einræðisherra Forseti þingsins sagðist þá hafa kosið að orða þetta svona, að það þyrfti að ná utan um viðfangsefnið, en það væri nú svo að hann réði því ekki einn hvaða mál væru á dagskrá þingsins. „Forseti ætlar ekki að fara leika einhvern einræðisherra hér í þinginu,“ sagði Einar K. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu þá hver af öðrum upp í pontu og lýstu yfir óánægju sinni með dagskrá þingsins og það að starfsáætlun væri að öllum líkindum öll úr skorðum. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata benti meðal annars á að forseti færi með dagskrárvaldið á Alþingi og það væri munur á því að taka sér dagskrárvald og að vera einræðisherra. „Þessar tafir eru af því að ríkisstjórninn er máttlaus og stjórnlaus og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingamaður Samfylkingarinnar þegar hún tók til máls.„Allt í tómu rugli hérna“ Katrín Júlíusdóttir samflokkskona Valgerðar sagði stjórnarmeirihlutann ekki bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni; það væri alveg sama hvort hún væri hrópandi eða væri í málefnalegum umræðum þannig að málin rynnu í gegnum þingið. „Það er allt í tómu rugli hérna og við óskum eftir því að fá þetta yfirlit um hvernig við ætlum að ljúka þessu,“ sagði Katrín. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata kom síðan með þá hugmynd að forseti þingsins myndi ekki setja þingfund fyrr en ríkisstjórnin væri búin að ákveða mál sem hún vill klára. „Það þarf að setja stólinn fyrir dyrnar,“ sagði Helgi og spurði að lokum hvort það væri þannig að ríkisstjórnin ráði yfir þinginu. Einar K. vakti þá athygli á því að þó að forseti þingsins færi vissulega með dagskrárvaldið frá degi til dags þá væri það svo að á þingi ríkti lýðræði. „Þá er það einfaldlega þannig að þá getur meirihlutinn á Alþingi hverju sinni breytt dagskránni ef hann kýs. [...] Þess vegna gerist það auðvitað að ríkisstjórnin hafi áhrif á það hvernig dagskráin er,“ sagði Einar.„Ég var bara að reyna að taka af skarið“ Hann bætti svo við að hann hefði lagt sig fram um að hafa gott samstarf við þingmenn almennt en gerði sér jafnframt grein fyrir því að það hafi ekki allir þingmenn verið sáttir við allt alltaf. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu svo áfram í pontu og við lok umræðunnar sagði Oddný Harðardóttir að stjórnarandstaðan myndi ekki láta draga sig áfram á asnaeyrunum heldur taka af skarið varðandi dagskrá þingsins og þinglok. Skömmu síðar lauk dagskrárliðnum fundarstjórn forseta og þingforseti ætlaði þá yfir í næsta dagskrárlið sem hann sagði vera umræðu um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Heyrðist þá úr sal að næst væru óundirbúnar fyrirspurnir en forseti hafði þá hlaupið yfir þann dagskrárlið. Baðst hann afsökunar á því en sagði svo og uppskar hlátur þingmanna: „Forseti var bara að reyna að taka af skarið.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu. 20. september 2016 20:15 Mest lesið Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Sjá meira
Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00
Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu. 20. september 2016 20:15