Hollande ætlar sér að loka Calais-búðunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. september 2016 07:00 Flóttamaður í Calais-búðunum, þar sem allt að tíu þúsund manns búa við lélegar aðstæður. Nordicphotos/AFP Francois Hollande, forseti Frakklands, segist staðráðinn í að loka flóttamannabúðunum í Calais fyrir árslok. Hann vill samt að Bretar taki þátt í kostnaðinum. Hollande skýrði frá þessu í gærmorgun þegar hann hélt til Calais að hitta þar lögreglumenn og stjórnmálamenn. Ekki heimsótti hann þó búðirnar sjálfar. Þar hafast við allt að tíu þúsund flóttamenn, sem flestir hverjir vonast til að geta komist í gegn um Ermarsundsgöngin yfir til Bretlands. Margir hafa reynt að laumast yfir sundið með því að fela sig í flutningabílum sem eru á leiðinni inn í göngin. Í síðustu viku var byrjað að reisa múr einn mikinn meðfram þjóðveginum til að einangra hann frá búðunum. Þannig verði flóttafólkinu þar gert erfiðara að nálgast umferðina undir Ermarsundið. Það eru Bretar sem fjármagna þessa múrgerð, sem talið er að hafi kostað hátt í tvær milljónir punda, sem er jafnvirði nærri 300 milljóna króna. Fyrr á þessu ári var svæðið, sem búðirnar eru á, minnkað um helming. Engu að síður hefur íbúum þeirra fjölgað. Opinberlega er fullyrt að um sjö þúsund manns búi þar, en talið er að raunverulegur fjöldi sé nær tíu þúsundum. Þar á meðal eru um þúsund börn. Frönsk stjórnvöld reyna nú að koma þessu fólki fyrir annars staðar í Frakklandi fyrir vetrarbyrjun.Hollande Frakklandsforseti er strax byrjaður að undirbúa kosningabaráttu sína fyrir forsetakjör á næsta ári.vísir/epaBúðirnar voru aldrei skipulagðar af stjórnvöldum heldur kom flóttafólk sér þar sjálft fyrir og setti þar upp tjöld og bráðabirgðaskýli af ýmsu tagi. Fyrstu búðirnar risu þar stuttu fyrir aldamótin. Stjórnvöld hafa reglulega reynt að loka þeim en fólkið hefur þá bara komið sér fyrir annars staðar í nágrenninu. Hjálparstofnanir hafa útvegað fólkinu heilbrigðisþjónustu en hreinlætisaðstaða er mjög bágborin. Heimsókn Hollande til Calais virðist vera liður í undirbúningi hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Nicolas Sarkosy, fyrrverandi forseti, kom einnig til Calais í síðustu viku, en hann vonast til þess að endurheimta embættið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Francois Hollande, forseti Frakklands, segist staðráðinn í að loka flóttamannabúðunum í Calais fyrir árslok. Hann vill samt að Bretar taki þátt í kostnaðinum. Hollande skýrði frá þessu í gærmorgun þegar hann hélt til Calais að hitta þar lögreglumenn og stjórnmálamenn. Ekki heimsótti hann þó búðirnar sjálfar. Þar hafast við allt að tíu þúsund flóttamenn, sem flestir hverjir vonast til að geta komist í gegn um Ermarsundsgöngin yfir til Bretlands. Margir hafa reynt að laumast yfir sundið með því að fela sig í flutningabílum sem eru á leiðinni inn í göngin. Í síðustu viku var byrjað að reisa múr einn mikinn meðfram þjóðveginum til að einangra hann frá búðunum. Þannig verði flóttafólkinu þar gert erfiðara að nálgast umferðina undir Ermarsundið. Það eru Bretar sem fjármagna þessa múrgerð, sem talið er að hafi kostað hátt í tvær milljónir punda, sem er jafnvirði nærri 300 milljóna króna. Fyrr á þessu ári var svæðið, sem búðirnar eru á, minnkað um helming. Engu að síður hefur íbúum þeirra fjölgað. Opinberlega er fullyrt að um sjö þúsund manns búi þar, en talið er að raunverulegur fjöldi sé nær tíu þúsundum. Þar á meðal eru um þúsund börn. Frönsk stjórnvöld reyna nú að koma þessu fólki fyrir annars staðar í Frakklandi fyrir vetrarbyrjun.Hollande Frakklandsforseti er strax byrjaður að undirbúa kosningabaráttu sína fyrir forsetakjör á næsta ári.vísir/epaBúðirnar voru aldrei skipulagðar af stjórnvöldum heldur kom flóttafólk sér þar sjálft fyrir og setti þar upp tjöld og bráðabirgðaskýli af ýmsu tagi. Fyrstu búðirnar risu þar stuttu fyrir aldamótin. Stjórnvöld hafa reglulega reynt að loka þeim en fólkið hefur þá bara komið sér fyrir annars staðar í nágrenninu. Hjálparstofnanir hafa útvegað fólkinu heilbrigðisþjónustu en hreinlætisaðstaða er mjög bágborin. Heimsókn Hollande til Calais virðist vera liður í undirbúningi hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Nicolas Sarkosy, fyrrverandi forseti, kom einnig til Calais í síðustu viku, en hann vonast til þess að endurheimta embættið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira