Enski boltinn

Messan: Var Fuchs ekkert að horfa á EM? | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba spilaði sinn besta leik fyrir Manchester United þegar liðið spilaði sinn besta leik á tímabilinu um helgina gegn Leicester. United vann, 4-1.

Paul Pogba skoraði sitt fyrsta mark fyrir United með kröftugum skalla eftir hornspyrnu Daley Blind sem minnti á síðasta mark sem hann skoraði á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM.

Christian Fuchs, bakvörður Leicester, lenti undir Pogba í baráttunni í teignum eins og Jón Daði Böðvarsson gerði á EM.

„Voru þessir menn ekkert að fylgjast með þeim leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur í Mesunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi.

Hjörvar Hafliðason var ánægður með frammistöðu Pogba: „Mér fannst hann meira eins og Juventus-Pogba. Frakklands-Pogba spilar aðeins aftar og einfaldar en Juventus-Pogba spilar framar á vellinum eins og hann gerði í þessum leik,“ sagði Hjörvar.

Markið og umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×