Bæði gáfu þau Eyþór og Linda nýverið út ljóðabækur, Eyþór bókina Norður og Linda bókina Frelsi. Um bók Lindu segir útgefandi þetta:
„Frelsi geymir um fimm tugi beittra, pólitískra ljóða: meitlaðar og áhrifaríkar ljóðmyndir spegla samfélag og samtíma og þvinga jafnvel lesandann til miskunnarlausrar sjálfsskoðunar. Áleitin bók sem hreyfir við hugsunum og tilfinningum.“

Þess má geta að Eyþór hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabókina sína, Hundgá úr annarri sveit.