Ríkið vill lengri frest til að svara MDE um Al-Thani Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. október 2016 07:00 Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu eftir að bón þeirra um frestun á aðalmeðferð var hafnað. Þeim var báðum gert að greiða milljón í réttarfarssekt af þeim sökum. vísir/pjetur Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32
Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56
Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07
Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36