Ríkið vill lengri frest til að svara MDE um Al-Thani Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. október 2016 07:00 Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu eftir að bón þeirra um frestun á aðalmeðferð var hafnað. Þeim var báðum gert að greiða milljón í réttarfarssekt af þeim sökum. vísir/pjetur Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32
Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56
Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07
Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36