Innlent

Eiga eftir að grafa kílómetra af Vaðlaheiðargöngum

Sveinn Arnarsson skrifar
Verði framvindan áfram svona góð gæti verið hægt að slá í gegn eftir fjórtán vikur.
Verði framvindan áfram svona góð gæti verið hægt að slá í gegn eftir fjórtán vikur. vísir/auðunn
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng tóku kipp í síðustu viku og hefur ekki verið grafið svo langt í einni viku síðan verktakinn lenti í stóru heitavatnsæðinni í febrúar árið 2014. Grafnir voru rétt um 80 metrar. Eftir er að grafa einn kílómetra til viðbótar.

Verði framvindan áfram svona góð gæti því verið hægt að slá í gegn eftir fjórtán vikur. Lengd ganganna Eyjafjarðarmegin er nú 4,7 kílómetrar en um 1,5 kílómetrar Fnjóskadalsmegin.

Fréttablaðið sagði frá því á dögunum að Greið leið ehf., sem mun eiga framkvæmdina, þurfi á þriðja milljarð króna aukalega í lán frá ríkinu til þess að geta lokið framkvæmdum. Talið er að það taki um ár að opna göngin fyrir umferð eftir gegnumslátt. Við það sé hægt að áætla mun betur endanlegan kostnað við gangagerðina.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×