Innlent

Brutu lög við sölu á DV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Ingi Hrafnsson er eigandi DV.
Björn Ingi Hrafnsson er eigandi DV.
DV braut ákvæði laga um neytendasamninga og ákvæði laga um húsgöngu og fjarsölusamninga með því að veita neytendum ekki nægar upplýsingar í og eftir sölusímtöl þegar DV var boðið í áskrift. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem úrskurðaði um málið eftir að stofnuninni bárust ábendingar og kvartanir vegna símasölu DV á blaðaáskriftum.

Neytendur kvörtuðu yfir því að þeim hafi verið boðin frí áskrift að DV en ekki hafi komið fram nauðsynlegar upplýsingar um að þeir færu sjálfkrafa í þriggja mánaða áskrift að frítímabili loknu. Þá hafi neytendum reynst erfitt að segja samningi upp.

Neytendastofa sendi DV fyrirspurnir vegna málsins. Bent var á að fyrirtæki í símasölu verða í samtalinu að veita fullnægjandi upplýsingar um tilboðið, meðal annars varðandi uppsagnarfrest og binditíma, auk þess að senda þær skriflega að sölu lokinni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×