Hillary Clinton vann afgerandi sigur gegn Bernie Sanders í Puerto Rico samkvæmt útgönguspám. Nú er 694 kjörmenn eru eftir í pottinum en Clinton þarf einungis að tryggja sér 26 í viðbót til að komast í 2.383 og tryggja sér þannig útnefningu Demókrata til forsetaframboðs.
Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar hefur Clinton tryggt sér 2,357 kjörmenn en Sanders eingöngu 1,520.
Á þriðjudaginn kjósa Demókratar í sex ríkjum á milli Clinton og Sanders og þar á meðal verður kosið í Kaliforníu. Þar er kjörmönnum deilt út hlutfallslega.
Íbúar Puerto Rico fá að taka þátt í forvali stjórnmálaflokkanna en fá ekki að kjósa um forseta þrátt fyrir að vera ríkisborgarar Bandaríkjanna.
Clinton bar sigur úr býtum í Puerto Rico
Samúel Karl Ólason skrifar
