Erlent

Þrír létu lífið í lestarslysi í Belgíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Þrír eru látnir og níu slasaðir eftir að farþegalest var keyrt aftan á fraktlest á miklum hraða í Belgíu. Lestirnar voru á sömu teinum en um 40 manns voru um borð í farþegalestinni. Bæjarstjóri nærliggjandi þorps segir heppilegt að fleiri hafa ekki látið lífið, miðað við ástandið á farþegalestinni.

Tveir af sex vögnum farþegalestarinnar fóru út af sporinu, samkvæmt BBC. Þá eru einhverjir hinna slösuðu í alvarlegu ástandi á gjörgæslu.

Fyrirtækið sem sér um lestarteinana, Infrabel, segir að eldingu hafi lostið niður í teinana fyrir slysið, en rannsókn á tildrögum þess stendur nú yfir. Ekkert hefur verið sagt til um af hverju lestirnar voru á sömu teinunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×