Bíó og sjónvarp

Staðfest að Ben Affleck leikstýrir næstu Batman-mynd

Birgir Olgeirsson skrifar
Ben Affleck
Ben Affleck Vísir/Getty
Óskarsverðlaunahafinn Ben Affleck mun leikstýra sjálfum sér í næstu Batman-mynd. Tilkynnt var um þetta á Comic-Con-ráðstefnunni í San Diego í dag að Affleck muni ekki aðeins leika Bruce Wayne, sem bregður sér í gervi leðurblökumannsins, heldur einnig leikstýra myndinni. Affleck fór einmitt með þetta hlutverk í myndinni Batman v SupermanDawn of Justice sem var frumsýnd síðastliðið vor. 

Affleck mun einnig birtast sem Batman í Justice League, sem er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári, en þar koma saman ofurhetjurnar SupermanBatmanFlashAquamanWonder Woman og Cyborg til að vernda jörðina.

Fjölmiðlar fengu að heimsækja tökustað myndarinnar í síðasta mánuði en þar sagðist Affleck vera kominn með handrit að næstu Batman-mynd.

„Ég er ekki nógu ánægður með það til að fara og gera Batman-mynd,“ sagði Affleck um handritið og sagðist hafa mikinn metnað fyrir því að hafa það sem best. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.