Körfubolti

Þjálfari Íslands: Með trú, liðsheild og hjarta getur allt gerst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslenska 20 ára liðið fagnaði vel í leikslok.
Íslenska 20 ára liðið fagnaði vel í leikslok. Mynd/FIBAEurope
Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta spilar til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta sem fer fram í Grikklandi um þessar mundir. Liðið gerði sér lítið fyrir vann heimamenn frá Grikklandi, 70-67.

Íslenska liðið var frábært í leiknum og höfðu þeir forystu stóran hluta af honum. Þeir brotnuðu aldrei þrátt fyrir að Grikkir hafi oft á tíðum pressa þá stíft. Kári Jónsson fór gjörsamlega á kostum í leiknum og skoraði hann 29 stig. 

„Trú, liðsheild, hjarta ... Já og dash af hæfileikum... Þá getur allt gerst. A deild, hér komum við!,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari liðsins, í stöðufærslu á Facebook. 

Íslenska liðið er núna búið að tryggja sig upp í A-deildina og tekur því þátt með bestu liðum í Evrópu á Euro-Basket á næsta tímabili í þessum aldursflokki.

Árangurinn hreint ótrúlegur en liðið spilar við Svartfjallaland í úrslitaleiknum í Grikklandi á morgun. 


Tengdar fréttir

Ungu strákarnir okkar komnir í úrslit á EM

Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta spilar til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta sem fer fram í Grikklandi um þessar mundir. Liðið gerði sér lítið fyrir vann heimamenn frá Grikklandi, 70-67.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×