Innlent

Ómar og félagar fá ekki miskabætur vegna handtakna í Gálgahrauni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ómar Ragnarsson var handtekinn og borinn út af vinnusvæðinu við Gálgahrauni.
Ómar Ragnarsson var handtekinn og borinn út af vinnusvæðinu við Gálgahrauni. Vísir/GVA
Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af miskabótakröfu níu manna úr samtökum Hraunavinum vegna ólögmætra handtaka sem áttu sér stað í Gálgahrauni 21. október 2013.

Nímenningarnir voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar.

Líkt og greint var frá á sínum tíma var Ómar Ragnarsson einn þeirra sem handtekinn var og krafðist hann og átta aðrir sem handteknir voru þess að fá tvær milljónir í miskabætur.

Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum nímenninganna og staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms. Í dómi Hæstaréttar segir að af gögnum málsins sé ljóst að nímenningarnir hafi ekki sinnt ítrekuðum fyrirmælum lögreglu að víkja af vinnusvæðinu. Lögreglu hafi því verið heimilt að handtaka nímenninganna.

Þurfa nímenningarnir einnig að greiða íslenska ríkinu 100 þúsund krónur í málskostnað.

Sjá má dóma Hæstaréttar í málum níumenninganna hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér og hér.


Tengdar fréttir

Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar

"Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun.

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins

Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×