Sækir hugmyndir í teiknimyndir, gömul handrit og trúartákn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 09:00 Baldur hefur sýnt í San Francisco, Chigaco og á samsýningum hérlendis en þetta er fyrsta sólósýning hans á Íslandi.? Mynd/Hanna „Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira