Erlent

Hörpu­klúðri R­hode Is­land kennt um lakan ferða­manna­straum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndbandið fræga dregur dilk á eftir sér.
Myndbandið fræga dregur dilk á eftir sér. Skjáskot
Tímafrek og dýr mistök í kynningarherferð Rhode Island-ríkis í Bandaríkjunum eru sögð hafa orðið til þess að færri ferðamenn heimsækja nú ríkið en á sama tíma fyrir ári.

Líkt og Vísir greindi frá fyrr á árinu þurftu embættismenn ríkisins að breyta rándýru kynningarmyndbandi sem ætlað var að kynna ríkið fyrir ferðamönnum. Ástæðan var sú að í myndbandinu sást maður á hjólabretti fyrir utan Hörpu í Reykjavík.

Herferðin kostaði fimm milljónir dollara, um 600 milljónir króna og í frétt Star Tribune í Bandaríkjunum er sagt frá því að færri gisti nú í hótelum í ríkinu en á sama tíma fyrir ári samkvæmt nýrri könnun.

Sjá einnig: Segist vera hjólabrettakappinn í hinu umdeilda Rhode Island myndbandi

Er það rakið til misheppnaðar herferðar ríkisins en greint frá því að bæði hafi það verið tímafrekt og kostnaðarsamt að úbúa nýtt myndband og nýja herferð vegna mistakanna sem gerð voru við myndbandsgerðina í upphafi.

Þá hafi viðskiptaráð ríkisins, sem hélt utan um verkefnið, staðið í hreinsunarstarfinu á þeim tíma sem mikilvægast að er auglýsa sumaráfangastaði í Bandaríkjunum og því ekki náð til helsta markhópsins, íbúa austurstrandar Bandaríkjanna.

Myndbandið þar sem hjólabrettamanninum fyrir utan Hörpu sást bregða fyrir fyrir vakti mikla athygli á sínum tíma og þurfti yfirmaður hinnar auglýsingaherferðarinnar meðal annars að segja af sér vegna klúðursins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×