Skilgreining á hatursglæp Eyrún Eyþórsdóttir og Aldra Hrönn Jóhannsdóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Í janúar síðastliðnum var sett á laggirnar þróunarverkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) er lýtur að hatursglæpum. Þessi ákvörðun er í takt við þróun sem hefur orðið í Evrópu en tvö ár eru síðan lögreglan í Ósló setti sambærilega deild á laggirnar en níu ár hjá lögreglunni í Stokkhólmi séu dæmi tekin. Tilgangur verkefnisins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er því að fylgja eftir þróun sem hefur átt sér stað í löggæslu í Evrópu. Auk þess er Ísland aðildarríki að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en barátta gegn hatursglæpum er eitt helsta málefni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu þeirrar stofnunar (ODIHR) og hefur ODIHR lagt á það ríka áherslu að lögregla aðildarríkja sinni málaflokknum, þar með talin lögregla á Íslandi. Skilgreining hatursglæpa á Íslandi, líkt og í öðrum Evrópulöndum, byggir á skilgreiningum ODIHR og eru það sömu skilgreiningar og hatursglæpafræðin innan akademíunnar almennt nota. Störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er varðar hatursglæpi eru því ekki unnin í tómarúmi, byggð á skoðunum (til dæmis pólitískum) einstakra lögreglumanna, heldur eru þau formuð í íslensk lög og unnin eftir alþjóðlegum skilgreiningum. Skilgreining ODIHR er á þá leið að hatursglæpur er verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og ásetningur brotsins er að fullu eða hluta til neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans. Brotið getur verið framið gegn manneskju eða eign. Lögin tilgreina nákvæmlega hvaða „hópar“ eða „eiginleikar“ eru verndaðir í þessu tilliti og í almennum hegningarlögum er það gert í greinum 180 og 233a sem tilgreinir sérstaklega þjóðerni, trúarbrögð, kynþátt, litarhátt, kynhneigð og kynvitund. Brot á almennum hegningarlögum þar sem ásetningur brotanna byggist á neikvæðu viðhorfi (fordómum) gegn aðila vegna þjóðernis, trúarbragða, kynþáttar, litarháttar, kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi telst þar af leiðandi vera hatursglæpur.Refsihækkunarheimild Víða í Evrópu er refsihækkunarheimild í lögum varðandi þennan neikvæða ásetning. Það er að segja að sé sýnt fram á neikvæðan ásetning (e. biased motive) í broti á hegningarlögum getur dómari þyngt dóm yfir brotamanninum. Rökin með þessari refsihækkunarheimild eru mikilvægi þess að sporna gegn hatursglæpum og haturstali þar sem afleiðingar þeirra geta jaðarsett fólk og hamlað þátttöku í lýðræðissamfélagi auk þess sem horft er til almannahagsmuna vegna þess að hatursglæpir og -tal getur grafið undan samstöðu í samfélaginu og hvatt til ofbeldis gegn minnihlutahópum. Hérlendis er þessi refsihækkunarheimild ekki til staðar í lögum og þar af leiðandi eru aðeins tvær greinar almennra hegningarlaga sem sérstaklega taka þessa mismunun fram. Í 180. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.“ Og í grein 233a sömu laga segir: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ LRH hefur þar af leiðandi lagt áherslu á að þróunarverkefni hatursglæpa sinni sérstaklega málum er varða brot á þessum tveimur lagagreinum. Hins vegar hefur jafnframt komið inn til rannsóknar, sem mögulegir hatursglæpir, brot á öðrum lagagreinum almennra hegningarlaga vegna þess að sterkur grunur lék á að ásetningur brots væri neikvætt viðhorf jafnvel þótt refsihækkunarheimild sé ekki til staðar í íslenskum lögum. Um er að ræða alvarleg brot á við líkamsárás og íkveikju en einnig skemmdarverk. Mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er sífellt í þróun hvað varðar verk- og vinnulag en skilgreiningar hugtaksins eru ávallt hinar sömu. Þess má í lokin geta að bæði hafa ODIHR og Evrópunefnd gegn fordómum og umburðarleysi (ECRI) lýst ánægju sinni með þetta frumkvæðisverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvatt embættið áfram til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Sjá meira
Í janúar síðastliðnum var sett á laggirnar þróunarverkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) er lýtur að hatursglæpum. Þessi ákvörðun er í takt við þróun sem hefur orðið í Evrópu en tvö ár eru síðan lögreglan í Ósló setti sambærilega deild á laggirnar en níu ár hjá lögreglunni í Stokkhólmi séu dæmi tekin. Tilgangur verkefnisins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er því að fylgja eftir þróun sem hefur átt sér stað í löggæslu í Evrópu. Auk þess er Ísland aðildarríki að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en barátta gegn hatursglæpum er eitt helsta málefni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu þeirrar stofnunar (ODIHR) og hefur ODIHR lagt á það ríka áherslu að lögregla aðildarríkja sinni málaflokknum, þar með talin lögregla á Íslandi. Skilgreining hatursglæpa á Íslandi, líkt og í öðrum Evrópulöndum, byggir á skilgreiningum ODIHR og eru það sömu skilgreiningar og hatursglæpafræðin innan akademíunnar almennt nota. Störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er varðar hatursglæpi eru því ekki unnin í tómarúmi, byggð á skoðunum (til dæmis pólitískum) einstakra lögreglumanna, heldur eru þau formuð í íslensk lög og unnin eftir alþjóðlegum skilgreiningum. Skilgreining ODIHR er á þá leið að hatursglæpur er verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og ásetningur brotsins er að fullu eða hluta til neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans. Brotið getur verið framið gegn manneskju eða eign. Lögin tilgreina nákvæmlega hvaða „hópar“ eða „eiginleikar“ eru verndaðir í þessu tilliti og í almennum hegningarlögum er það gert í greinum 180 og 233a sem tilgreinir sérstaklega þjóðerni, trúarbrögð, kynþátt, litarhátt, kynhneigð og kynvitund. Brot á almennum hegningarlögum þar sem ásetningur brotanna byggist á neikvæðu viðhorfi (fordómum) gegn aðila vegna þjóðernis, trúarbragða, kynþáttar, litarháttar, kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi telst þar af leiðandi vera hatursglæpur.Refsihækkunarheimild Víða í Evrópu er refsihækkunarheimild í lögum varðandi þennan neikvæða ásetning. Það er að segja að sé sýnt fram á neikvæðan ásetning (e. biased motive) í broti á hegningarlögum getur dómari þyngt dóm yfir brotamanninum. Rökin með þessari refsihækkunarheimild eru mikilvægi þess að sporna gegn hatursglæpum og haturstali þar sem afleiðingar þeirra geta jaðarsett fólk og hamlað þátttöku í lýðræðissamfélagi auk þess sem horft er til almannahagsmuna vegna þess að hatursglæpir og -tal getur grafið undan samstöðu í samfélaginu og hvatt til ofbeldis gegn minnihlutahópum. Hérlendis er þessi refsihækkunarheimild ekki til staðar í lögum og þar af leiðandi eru aðeins tvær greinar almennra hegningarlaga sem sérstaklega taka þessa mismunun fram. Í 180. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.“ Og í grein 233a sömu laga segir: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ LRH hefur þar af leiðandi lagt áherslu á að þróunarverkefni hatursglæpa sinni sérstaklega málum er varða brot á þessum tveimur lagagreinum. Hins vegar hefur jafnframt komið inn til rannsóknar, sem mögulegir hatursglæpir, brot á öðrum lagagreinum almennra hegningarlaga vegna þess að sterkur grunur lék á að ásetningur brots væri neikvætt viðhorf jafnvel þótt refsihækkunarheimild sé ekki til staðar í íslenskum lögum. Um er að ræða alvarleg brot á við líkamsárás og íkveikju en einnig skemmdarverk. Mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er sífellt í þróun hvað varðar verk- og vinnulag en skilgreiningar hugtaksins eru ávallt hinar sömu. Þess má í lokin geta að bæði hafa ODIHR og Evrópunefnd gegn fordómum og umburðarleysi (ECRI) lýst ánægju sinni með þetta frumkvæðisverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvatt embættið áfram til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun