Erlent

Svíþjóð: Skar á bíldekk og lést af völdum hnífsins

Atli Ísleifsson skrifar
Réttarkrufning bendir til þess að maðurinn hafi sjálfur verið valdur að eigin dauða.
Réttarkrufning bendir til þess að maðurinn hafi sjálfur verið valdur að eigin dauða. Vísir/Getty
Lögregla í Svíþjóð hefur greint frá því að karlmaður sem fannst látinn í runna í Ösmo, suður af Stokkhólmi, um síðustu helgi hafi ekki verið myrtur. Réttarkrufning bendir til þess að hann hafi sjálfur verið valdur að eigin dauða.

SVT Nyheter Stockholm greinir frá málinu.

„Maðurinn hafði skorið í fjölda bíldekkja með hníf á svæði í Ösmo. Eitt af bíldekkjunum sprakk við þetta með þeim afleiðingum að hnífurinn skaust í líkama mannsins og gerði sár á lífsnauðsynlegum líffærum. Honum hefur blætt út og verið gríðarlega óheppinn,“ segir Manne Jönsson hjá Stokkhólmslögreglunni í samtali við SVT.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×