Hjálpargögn komast ekki til umsáturssvæðanna í Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2016 07:00 Myndin af Omran Daqneesh í sjúkrabifreið í Aleppo fór víða í gær. Hann bjargaðist úr loftárás sem kostaði að minnsta kosti átta manns lífið. Vísir/AFP „Ekki ein einasta bílalest hefur komist til umsáturssvæðanna í heilan mánuð,” sagði Staffan de Mistura, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, þegar hann sleit fundi sínum með hjálparstarfshópi, sem hefur það verkefni að útvega íbúum Sýrland aðstoð. Hann sagði engan tilgang vera í því að skipuleggja hjálparstarf þegar engin leið er að komast á staðinn. Hjálparstarfsfólkinu sé ekki hleypt inn á átakasvæðin. Hann krafðist þess að tveggja sólarhringa vopnahlé verði gert í Aleppo til þess að hægt verði að koma þangað hjálpargögnum. Báðir aðilar átakanna verði að sýna svolitla mannúð. „Það sem við heyrum og sjáum er ekkert annað en átök, árásir, gagnárásir, flugskeyti, tunnusprengjur, sprengjuvörpur, vítisfallbyssur, napalm, klór, leyniskyttur, loftárásir, sjálfsvígsárásarmenn,” sagði de Mastura. Ekkert muni breytast nema allir sem hafa einhver áhrif á átökin taki sig á. Ekki dugi að Rússar og Bandaríkjamenn sýni einhverja viðleitni. Sýrlenskir hjálparstarfsmenn birtu í gær mynd af fimm ára gömlum dreng sem bjargað var út úr rústum heimilis síns í Aleppo eftir að loftárás hafði verið gerð þar. Myndin vakti sterk viðbrögð. Drengurinn, þrjú systkini hans og báðir foreldrar lifðu af árásina, sem kostaði að minnsta kosti átta manns lífið, þar á meðal fimm börn. Stjórnarher Bashar al Assads Sýrlandsforseta hefur gert harðar loftárásir á Aleppo undanfarna sólarhringa. Hann nýtur stuðnings rússneska hersins, sem rétt eins og stjórnarherinn segist beina árásum sínum gegn hryðjuverkamönnum. Mannréttindasamtök fullyrða hins vegar að loftárásirnar hafi kostað hundruð almennar borgara lífið nú á fáum sólarhringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
„Ekki ein einasta bílalest hefur komist til umsáturssvæðanna í heilan mánuð,” sagði Staffan de Mistura, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, þegar hann sleit fundi sínum með hjálparstarfshópi, sem hefur það verkefni að útvega íbúum Sýrland aðstoð. Hann sagði engan tilgang vera í því að skipuleggja hjálparstarf þegar engin leið er að komast á staðinn. Hjálparstarfsfólkinu sé ekki hleypt inn á átakasvæðin. Hann krafðist þess að tveggja sólarhringa vopnahlé verði gert í Aleppo til þess að hægt verði að koma þangað hjálpargögnum. Báðir aðilar átakanna verði að sýna svolitla mannúð. „Það sem við heyrum og sjáum er ekkert annað en átök, árásir, gagnárásir, flugskeyti, tunnusprengjur, sprengjuvörpur, vítisfallbyssur, napalm, klór, leyniskyttur, loftárásir, sjálfsvígsárásarmenn,” sagði de Mastura. Ekkert muni breytast nema allir sem hafa einhver áhrif á átökin taki sig á. Ekki dugi að Rússar og Bandaríkjamenn sýni einhverja viðleitni. Sýrlenskir hjálparstarfsmenn birtu í gær mynd af fimm ára gömlum dreng sem bjargað var út úr rústum heimilis síns í Aleppo eftir að loftárás hafði verið gerð þar. Myndin vakti sterk viðbrögð. Drengurinn, þrjú systkini hans og báðir foreldrar lifðu af árásina, sem kostaði að minnsta kosti átta manns lífið, þar á meðal fimm börn. Stjórnarher Bashar al Assads Sýrlandsforseta hefur gert harðar loftárásir á Aleppo undanfarna sólarhringa. Hann nýtur stuðnings rússneska hersins, sem rétt eins og stjórnarherinn segist beina árásum sínum gegn hryðjuverkamönnum. Mannréttindasamtök fullyrða hins vegar að loftárásirnar hafi kostað hundruð almennar borgara lífið nú á fáum sólarhringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira